Lágheiði

Markaðs- og kynningarfulltrúi hafði samband við Vegagerðina til að kanna hvenær við gætum vænst þess að Lágheiðin verði mokuð. Margir Ólafsfirðingar hafa látið sig dreyma að skreppa aðeins í vesturbæinn á skíði yfir páskanna eða í heimsókn til fölskyldu án þess að þurfa að keyra í þrjá klukkutíma og það sama á eflaust við um Siglfirðinga þó að þeir þurfi ekki að sækja  til Ólafsfjarðar á skíði. Eftirfarandi svar barst frá Vegagerðinni.

Af hálfu Vegagerðar verður ekki vikið frá G reglu í snjómokstri á Lágheiði:

G-regla hljóðar svo:
Heimilt er að moka tvo daga í viku haust og vor á meðan snjólétt er. Hausttímabil er skilgreint til 1. nóvember og vortímabil frá 20. mars. Ástandið er skilgreint “snjólétt” þegar um er að ræða lítið snjómagn og færðarástand telst hvergi ófært, þungfært eða þæfingur á viðkomandi leið og þegar þjónustuaðgerðin felst eingöngu í hreinsun akbrautar með snjómokstursbíl.

Það verður því samkvæmt þessu ekki mokað fyrr en það er orðið fært.