24.01.2024
238. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði. Fundurinn hefst kl. 17 þann 25. janúar 2024.
Lesa meira
17.01.2024
Á fundi sínum, 12. október sl. samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar tillögu um aukinn stuðning við íslenskukennslu starfsmanna Fjallabyggðar af erlendum uppruna sem eru með lögheimili í Fjallabyggð. Þannig komi stofnanir Fjallabyggðar til móts við námskeiðskostnað og greiði það sem upp á vantar að teknu tilliti til framlaga stéttarfélaga. Fari kennslan fram á dagvinnutíma, skal starfsfólki gert kleift að sækja hana án þess að laun skerðist. Þá eru aðrir vinnuveitendur í sveitarfélaginu hvattir til að auðvelda starfsmönnum sínum af erlendum uppruna að sækja sér íslenskukennslu.
Lesa meira
15.01.2024
Íbúar fjallabyggðar eru sérstaklega beðnir um að nota EKKI pappapoka undir lífrænan úrgang eins og gert er á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar Fjallabyggðar hafa staðið í þeirri trú að nota skuli pappapoka undir lífrænt efni en líklega hefur þessi misskilningur farið af stað vegna auglýsinga Sorpu sem hirðir úrgang m.a. á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira
12.01.2024
Jarðgöng – og hvað svo?
Morgunfundur Vegagerðarinnar um rekstur og viðhald í jarðgöngum
Lesa meira
08.01.2024
Fjallabyggðarhafnir óskar eftir tilboðum í verkið "Siglufjörður - Innri höfn, steypt þekja og lagnir 2024".
Allar nánari upplýsingar um verkið og útboðsgöng er að finna hér fyrir neðan.
Lesa meira
08.01.2024
Fjallabyggð auglýsir eftirfarandi lóðir lausar til úthlutunar að nýju:
Eyrarflöt 11-13 (landnúmer 237088), parhúsalóð – 2 íbúðir.
Eyrarflöt 22-28 (landnúmer 226887), raðhúsalóð – 4 íbúðir.
Lesa meira
05.01.2024
Athöfn, þar sem besta og efnilegasta íþróttafólk Fjallabyggðar var verðlaunað fyrir frammistöðu sína á sl. ári, fór fram í Tjarnarborg í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Líkt og í rúman áratug eru það Kiwanisklúbburinn Skjöldur og Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar sem standa að valinu, í samstarfi við íþróttafélög innan UÍF, sem og að athöfninni sjálfri.
Lesa meira
05.01.2024
Flugeldasýning Kiwanisklúbbsins Skjaldar í samvinnu við Björgunarsveitina Stráka á Siglufirði verður á hafnarsvæðinu þann 6. janúar nk. kl. 18:00. Þrettándabrenna, blysför og grímuball sem halda átti á sama tíma fellur niður af óviðráðanlegum orsökum.
Lesa meira
04.01.2024
Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann 20. mars 2024 og auglýsir Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum.
Lesa meira
02.01.2024
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag, Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg, ætla að standa sameiginlega fyrir námskeiðum í skíðagöngu fyrir íbúa Fjallabyggðar í janúar 2024.
Fyrirhugað er að námskeiðin verði tvö, í sitt hvorum bæjarhluta Fjallabyggðar en íbúum er frjálst að velja það námskeið sem hentar.
Lesa meira