17.03.2022
SSNE standa fyrir opnum kynningarfundum á starfsemi samtakanna, hvað er á döfinni og opnu kaffispjalli í framhaldinu. Fundurinn er opinn öllum.
Lesa meira
17.03.2022
Á morgun föstudaginn 18. mars er skipulagsdagur í Grunnskóla Fjallabyggðar og verður því skólaakstur þann dag með eftirfarandi sniði:
Lesa meira
14.03.2022
Fjallabyggð og Foreldrafélag Leikhóla bjóða til samveru Búningafjör í íþróttahúsinu á Ólafsfirði þriðjudaginn 22. mars kl. 17:00 – 18:00. Settar verða upp þrautabrautir og eru gestir, börn og fullorðnir, hvattir til að koma í búningum og hafa gaman saman þessa stund. Búningafjör er ætlað börnum á öllum aldri en börn yngri en 9 ára verða að vera í fylgd með einstaklingi 14 ára eða eldri.
Rútuferðir verða frá Siglufirði 16:40 og frá Ólafsfirði kl. 18:10
Lesa meira
11.03.2022
Efnilegir og flottir nemendur leikskólans kom óvænt í heimsókn í Ráðhúsið í dag og færðu okkur mynd sem þau hafa teiknað.
Lesa meira
10.03.2022
Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í að byggja anddyri, búningsklefa og tengibyggingu við núverandi sundlaugarbyggingu og íþróttahús á Siglufirði, samtals 292,3 m2 á tveimur hæðum ásamt rifi á tengigangi skv. útboðsgögnum AVH.
Lesa meira
10.03.2022
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2022,Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, verður útnefnd við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 17. mars nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18:00. Við sama tilefni verða afhentir styrkir Fjallabyggðar til menningarmála árið 2022.
Allir velkomnir.
Lesa meira
09.03.2022
Um næstu helgi verða tveir menningarviðburðir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira
07.03.2022
211. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í fjarfundi 9. mars 2022 kl. 17.00
Hægt verður að fylgjast með fundinum, sem fram fer á Teams, í Ráðhúsi Fjallabyggðar 2. hæð fyrir þá sem hafa áhuga.
Lesa meira
03.03.2022
Opið er fyrir umsóknir um stofnframlög. Umsóknarfrestur rennur út 13. mars 2022.
Heimild til úthlutunar stofnframlaga byggir á lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016. Lögin voru samþykkt á Alþingi í júní 2016 í kjölfar samkomulags verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda í tengslum við kjaraviðræður árið 2015.
Markmið laganna er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði. Þá er markmið laganna einnig að stuðla að því húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda og fari að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna.
Lesa meira
03.03.2022
Fjallabyggð auglýsir eftir aðila/aðilum sem kunna að hafa áhuga á að taka að sér rekstur og umsjón með tjaldsvæðum Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði árin 2022-2024. Um er að ræða þrjú tjaldsvæði, við íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði, í miðbæ Siglufjarðar og sunnan við snjóflóðavarnargarðinn Stóra Bola á Siglufirði.
Lesa meira