Fréttir

Sorphirðudagatal 2022

Íslenska Gámafélagið hefur birt sorphirðudagatal fyrir Fjallabyggð árið 2022. Eru íbúar hvattir til að kynna sér það vel og geyma.
Lesa meira

Útboð - Endurbætur á búningsklefum í Sundlaug Ólafsfjarðar

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í endurbætur á búningsklefum í Sundlaug Ólafsfjarðar. Verkið felst í endurnýjun á innveggjum, flísum og hreinlætistækjum / lögnum í búningsklefum. Verkið nær til fullnaðarfrágangs alls verksins samkvæmt útboðsgögnum.
Lesa meira

209. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

209. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 19. janúar 2022 kl. 17.00
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Ratsjána

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og Samtök sveitarfélaga á Íslandi.
Lesa meira

Af upplýsingafundi fyrir verktaka og aðra áhugasama þann 16. desember sl.

Þann 16. desember sl. gekkst Fjallabyggð fyrir opnum upplýsingafundi fyrir verktaka og aðra áhugasama. Fundinn sátu af hálfu Fjallabyggðar Elías Pétursson bæjarstjóri og Ármann Viðarsson deildarstjóri tæknideildar. Vel var mætt á fundinn og sköpuðust góðar umræður um þau fjölmörgu verkefni sem sveitarfélagið hyggst standa að á komandi ári.
Lesa meira

Útboð - Aðstöðuhús við tjaldsvæðið á Ólafsfirði

Fjallbyggð stendur fyrir byggingu nýs aðstöðuhús við tjaldstæðið á Ólafsfirði. Í byggingunni er salernisaðstaða, sturtur og eldunaraðstaða, einnig er aðstaða með þvottavél og þurrkara. Frá aðstöðuhúsinu verður raforku dreifing að tjaldsvæði fyrir gesti og að hleðslustöðvum fyrir rafbíla. [Nánar]
Lesa meira

Útboð - Suðurgata 4, Siglufirði. Breytingar á 2. hæð

Verkið felur í sér að rif innanhús og endurinnréttun 2. hæðar Suðurgötu 4, Siglufirði. Gert er ráð fyrir að lyfta komi í húsið. Nánari lýsing á verkinu er að finna í verklýsingu. [nánar]
Lesa meira

Opnunartími sundlauga verður áfram lengri á þriðjudögum og fimmtudögum

Ákveðið var á 107 . fundi Fræðslu- og frístundanefndar að halda lengri opnunartíma sundlauga á þriðjudögum og fimmtudögum til kl. 20:30 á Siglufirði og til kl. 20:00 í Ólafsfirði. Haukur Sigurðsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar lagði fram tillöguna.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundi frestað til 19. janúar kl. 17:00

Bæjarstjórnarfundi sem vera átti miðvikudaginn 12. janúar hefur verið frestað um viku til miðvikudagsins 19. janúar. Fundurinn verður í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði og hefst kl. 17:00 og verður auglýstur síðar. Þetta tilkynnist hér með.
Lesa meira

Skíðagöngunámskeiði á Siglufirði frestað

Ekki verður gerlegt að halda skíðagöngunámskeiðið sem stýrihópur um heilsueflandi samfélag og skíðafélagið hafði fyrirhugað að halda á Siglufirði dagana 10.-13. janúar, vegna slæmra aðstæðna til gönguskíðaiðkunar. Því er frestað um 2 vikur. Þátttakendur hafa fengið tölvupóst um frestun.
Lesa meira