Opið fyrir umsóknir í Ratsjána

Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Ratsjána.

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og Samtök sveitarfélaga á Íslandi.

Ratsjáin verður keyrð með blönduðu sniði af rafrænni fræðslu, vinnustofum og verkefnalotum. Allir landshlutar munu eiga kost á þátttöku og mikil tækifæri á að kynnast þvert á greinar og landshluta.

Ljóst er að fyrirtæki í virðiskeðju ferðaþjónustunnar hafa verið í mikilli óvissu og ólgusjó sem vonandi fer að sjá fyrir endann á. Á næstu vikum og mánuðum er lykilatriði að nýta tímann til að efla nýsköpun, vöruþróun og stafræna ferla fyrirtækisins ásamt því að spegla þekkingu og reynslu hjá öðrum fyrirtækjaeigendum.

Ratsjáin mun snerta á helstu áskorunum sem fyrirtækjaeigendur standa frammi fyrir í dag en endanleg dagskrá mun vera unnin í samstarfi við þátttakendur sem geta með kosningu haft áhrif á þá efnisþætti sem teknir verða fyrir. 

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar og hlekk á umsóknarformið.