03.11.2021
Fjallabyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í Fjallabyggð sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins.
Lesa meira
02.11.2021
Fjallabyggð og Landhelgisgæsla Íslands bjóða til hátíðar á hafnarbryggjunni á Siglufirði næstkomandi laugardag 6. nóvember í tilefni þess að varðskipið Freyja kemur til landsins í fyrsta sinn. Skipið leggst að bryggju klukkan 13:30 í fylgd tveggja þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskipsins Týs og björgunarskipsins Sigurvins frá Siglufirði.
Lesa meira
02.11.2021
Fjallabyggð óskar eftir áhugasömum einstakingum til að fylla tvö sæti "ópólitískra" fulltrúa í samráðsvettvangi Sóknaráæltunar Norðurlands eystra 2020-2024. Óskað er eftir karli og konu. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Fjallabyggðar í gegnum netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is
Lesa meira
01.11.2021
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir tilnefningum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2022. Aðeins þeir listamenn sem búsettir hafa verið í Fjallabyggð að minnsta kosti um tveggja ára skeið koma til greina. Nafnbótin getur hvort sem er hlotnast einstaklingum eða hópi. Auk nafnbótarinnar er bæjarlistamanni veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í janúar 2022.
Lesa meira