Fjallabyggð auglýsir eftir tilnefningum um bæjarlistamann Fjallabyggðar. Frestur framlengdur til 5. nóvember

Jón Þorsteinsson, Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2021
Jón Þorsteinsson, Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2021

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir tilnefningum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2022. 

Aðeins þeir listamenn sem búsettir hafa verið í Fjallabyggð að minnsta kosti um tveggja ára skeið koma til greina. Nafnbótin Bæjarlistamaður Fjallabyggðar getur hlotnast listamanni eða hópi. Styrkur til bæjarlistamanns 2022 nemur kr. 300.000.- til einstaklings og kr. 400.000.- til hóps. 

Frestur til að skila inn tilnefningu er til 5. nóvember nk. 

Tilnefningar berist til markaðs- og menningarfulltrúa, Lindu Leu Bogadóttur á netfangið lindalea@fjallabyggd.is, eða í síma 464-9100. Einnig er að finna eyðublað undir "Rafræn Fjallabyggð" á heimasíðu Fjallabyggðar.

Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns má kynna sér hér.