29.09.2020
Fjallabyggð leitar til íbúa í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2021 um ábendingar, tillögur og eða erindi
Lesa meira
29.09.2020
Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis Genís hf, dags. 24. september 2020, fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera í rannsóknarhúsnæði rekstraraðila við Gránugötu á Siglufirði.
Lesa meira
29.09.2020
Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í að byggja anddyri, búningsklefa og tilheyrandi tengibyggingu við núverandi sundlaugarbyggingu og íþróttahús á Siglufirði, samtals 292,3 m2 á tveimur hæðum. Innifalið í verkinu er rif á tengigangi og breytingar á núverandi húsnæði samtals um 110 m² skv. teikningum AVH dags. í júlí 2020.
Lesa meira
28.09.2020
Vakin er athygli á því að opnað verður fyrir umsóknir um menningar,- og fræðslustyrki, styrki vegna hátíða, styrki til reksturs safna og setra og umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2021 fimmtudaginn 1. október nk.
Lesa meira
28.09.2020
Tvíburabræðurnir Tryggvi Þorvaldsson og Júlíus Þorvaldsson ásamt Herði Inga Kristjánssyni og Mikael Sigurðssyni voru fulltrúar Menntaskólans á Tröllaskaga í söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í beinni útsendingu á Rúv föstudagskvöldið 26. september sl.
Lesa meira
23.09.2020
Framkvæmdum og endurbótum er lokið við skólalóðir Leikskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði og eru þær hinar glæsilegustu.
Lesa meira
18.09.2020
Barnamenningardagar Fjallabyggðar verða haldnir dagana 24. – 27. október 2020 þar sem í boði verða meðal annars sköpunarsmiðjur, listsmiðjur, skapandi námskeið, fræðsla, upplestur, ljóðlist, jóga, fjöllistir, framandi matargerð, sýningar og fleira fyrir börn og ungmenni.
Markmiðið með Barnamenningardögum er að efla menningarstarf barna, gefa þeim tækifæri til að kynnast flóru menningar og lista í samfélaginu og sem þátttakendur að rækta hæfileika sína til listsköpunar, veita þeim hvatningu til skapandi hugsunar og kynna þeim heim og umhverfi menningar og lista.
Lesa meira
17.09.2020
Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara er formlega hafið og er dagskráin fjölbreytt að venju. Allir heldri borgarar Fjallabyggðar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið félagsstarfsins í vetur.
Lesa meira
16.09.2020
Opinn íbúafundur verður haldinn í ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði þann 22. september nk. kl.17:00.
Fundarefni er að kynna tillögu að endurskoðun hættumats fyrir Siglufjörð og tillögu að næstu framkvæmdum við ofanflóðavarnir.
Vegna regla um samkomutakmarkanir og 1 metra fjarlægðarregla er óskað eftir skráningu á fundinn á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is.
Léttar veitingar í boði.
Lesa meira
14.09.2020
Vegna viðgerða hjá Norðurorku verða vaðlaug, fosslaug og lendingarlaugar við rennibrautir ekki hitaðar frá þriðjudeginum 15. september til föstudagsins 18. september.
Forstöðumaður.
Lesa meira