Útgáfa leyfis Genís hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

Mynd frá Genís hf.
Mynd frá Genís hf.

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis Genís hf, dags. 24. september 2020, fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera í rannsóknarhúsnæði rekstraraðila við Gránugötu á Siglufirði.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna í greinargerð með leyfinu.

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 24. september 2036.


Fylgiskjöl:
Leyfi með greinargerð
Leyfi á pdf.
Umsögn Vinnueftirlitsins

Frétt af vef Umhverfisstofnunar.