Strákarnir okkar úr MTR unnu Söngkeppni framhaldsskólanna

Mynd: Aðsend
Frá vinstri Hörður Ingi, Júlíus, Mikael og Tryggvi
Mynd: Aðsend
Frá vinstri Hörður Ingi, Júlíus, Mikael og Tryggvi

Tvíburabræðurnir Tryggvi Þor­valds­son og Júlí­us Þor­valds­son ásamt Herði Inga Kristjáns­syni og Mika­el Sig­urðssyni voru full­trú­ar Mennta­skól­ans á Trölla­skaga í söng­keppni fram­halds­skól­anna sem fram fór í beinni útsendingu á Rúv föstudagskvöldið 26. september sl.

Strákarnir slógu í gegn með flutningi sínum á lagi John Mayer, I'm gona find another you.  Bein útsending var frá keppninni, í húsi Exton í Kópavogi. Keppnin átti upphaflega að fara fram í vor en var slegið á frest vegna COVID-19 .

Óhætt er að fullyrða að heimamenn eru gríðarlega stoltir af strákunum og óskar Fjallabyggð þeim, Menntaskólanum á Tröllaskaga og Tónlistarskólanum á Tröllaskaga hjartanlega til hamingju með sigurinn.