Fréttir

Ath framlengdur frestur ! Eyþing auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020

Vakin er athygli á að umsóknarfrestur vegna áhersluverkefna fyrir árið 2020 hefur verið framlengdur til 31. janúar 2020. Eyþing auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Hægt er að skila inn hugmyndum á netfangið vigdis@eything.is. Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. [Nánar...]
Lesa meira

Hvar stoppa ferðamenn? Morgunverðarfundur Vegagerðarinnar 21. janúar

Vegagerðin býður til morgunverðarfundar um ferðamenn og áningarstaði á þjóðvegum á Grand hótel þann 21. janúar 2020. Fjölgun ferðamanna síðasta áratug hefur verið fordæmalaus. Álagið hefur aukist á innviði landsins, ekki síst vegakerfið sem hefur þurft að anna mun meiri umferð en ráð var fyrir gert. Áskoranir eru margar, til dæmis er mikilvægt að fjölga áningarstöðum á þjóðvegum, bæði til að auka þjónustu við ferðamenn og ekki síst til að auka öryggi vegfarenda.
Lesa meira

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2020

Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 við síðari umræðu sem fram fór 13. desember sl. Rekstur bæjarsjóðs Fjallabyggðar stendur traustum fótum. Aðhald og ráðdeild í rekstri skila rekstrarafgangi upp á 257 m.kr. og veltufé frá rekstri upp á 550 mkr. sem gerir bæjarsjóði kleift að hafa hátt framkvæmdarstig og greiða niður vaxtaberandi skuldir um 115 m.kr. á árinu 2020. Á næsta ári er reiknað með að ljúka við stærsta umhverfismál byggðarlagsins, það er að segja holræsaútrásir og dælubrunna í báðum byggðarkjörnum.
Lesa meira

Þrettándabrennu frestað vegna slæmrar veðurspár

Ákveðið hefur verið að fresta þrettándabrennu Kiwanisklúbbsins Skjaldar og flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Stráka sem halda átti mánudaginn 6. janúar kl. 18:00 á Siglufirði. Þetta er gert vegna slæms veðurútlits um komandi helgi og mikillar ofankomuspár á mánudaginn en staðan verður endurmetin þá. Fylgist með!
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundi sem vera átti 8. janúar nk. frestað til 22. janúar

Vakin er athygli á því að næsti bæjarstjórnarfundur verður miðvikudaginn 22. janúar. Samkvæmt venjubundnum fundartíma bæjarstjórnar, sem er annar miðvikudagur í mánuði, hefði næsti fundur átt að vera í næstu viku, þann 8. janúar en ákveðið hefur verið að færa hann til 22. janúar.
Lesa meira

Klippikort tekin í notkun á gámasvæðum Fjallabyggðar

Frá 1. janúar 2020 þurfa íbúar og rekstraraðilar í Fjallabyggð klippikort til að komast inn á gámasvæði sveitarfélagsins. Íbúar og rekstraraðilar geta sótt klippikortin á skrifstofum sveitarfélagsins Gránugötu 24 Siglufirði og Bókasafni Fjallabyggðar á Ólafsvegi 4 Ólafsfirði. Íbúar og sumarhúsaeigendur fá afhent eitt kort á ári sér að kostnaðarlausu en rekstraraðilar þurfa að greiða 29.900 krónur fyrir kortið.
Lesa meira

Nafnasamkeppni - ný landshlutasamtök á Norðurlandi eystra

Fjallabyggð vill vekja athygli íbúa á nafnasamkeppni, vegna stofnunar nýrra landshlutasamtaka á Norðurlandi eystra.
Lesa meira