30.01.2020
Að gefnu tilefni er gestum líkamsræktar bent á að opnunartími líkamsræktarinnar í Ólafsfirði er frá kl. 06:30-19:00 alla virka daga og á Siglufirði frá kl. 06:30-19:45 og á föstudögum til kl. 19:00. Opið er í ræktina á opnunartíma sundlauga um helgar.
Lesa meira
28.01.2020
Álagningu fasteignagjalda 2020 er lokið.
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla rafrænt í gegnum rafræn Fjallabyggð, á heimasíðu Fjallabyggðar og á island.is.
Álagningarseðlar eru sendir á pappírsformi til þeirra greiðenda sem þess óska og eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 464-9100 eða á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is
Lesa meira
28.01.2020
Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag býður íbúum Fjallabyggðar á opið dansnámskeið sem haldið verður í Tjarnarborg. Námskeiðið verður 6 sunnudagskvöld kl. 20.00 – 21:30, í fyrsta sinn sunnudaginn 9. febrúar. Danskennari verður Ingunn Hallgrímsdóttir. Þátttaka er endurgjaldslaus
Lesa meira
28.01.2020
Fyrsti sólardagur var í Ólafsfirði laugardaginn 25. janúar. í dag þriðjudaginn 28. janúar verður fyrsti sólardagur á Siglufirði. Sólin hverfur frá miðjum nóvember og sést ekki í rúma tvo mánuði vegna hárra fjalla er umlykja Siglufjörð og Ólafsfjörð.
Lesa meira
27.01.2020
Í tilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sl. efndi Menntamálastofnun til vísnasamkeppni grunnskólanema, Vísubotn 2019, í samvinnu við KrakkaRÚV.
Í keppninni spreyttu nemendur sig á því að botna fyrriparta sem eru eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson. Um var að ræða tvo fyrriparta fyrir hvern aldursflokk á yngsta-, mið- og unglingastigi. Fyrir besta vísubotninn á hverju stigi eru veitt bókaverðlaun og viðurkenningarskjöl.
Lesa meira
24.01.2020
Fjallabyggð veitir ár hvert félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur, forgangsröðun og fjárhagsáætlun bæjarstjórnar.
Auglýst er eftir styrkumsóknum að hausti ár hvert og er styrkjum úthlutað í upphafi næst komandi árs.
Úthlutaðir styrkir til fræðslu- og menningarmála fyrir árið 2020 nema alls kr. 10.600.000.- Þar af fara kr. 2.700.000.- til einstakra menningartengdra verkefna, kr. 3.250.000.- til hátíðarhalda og kr. 2.750.000.- til reksturs safna og setra. Styrkur til fræðslumála nam kr. 100.000.- og framkvæmdastyrkur til Pálshúss nemur kr. 1.500.000.-
Lesa meira
23.01.2020
Fjallabyggð veitir ár hvert menningartengda styrki til félagasamtaka, stofnana og einstaklinga til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur, forgangsröðun og fjárhagsáætlun bæjarstjórnar.
Lesa meira
23.01.2020
Í kjölfar óveðursins sem gekk yfir dagana 10. – 12. desember sl. fer sveitarfélagið þess á leit við bæði íbúa og fyrirtæki Fjallabyggðar sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum veðurofsans eða vegna rafmagnsleysisins að senda upplýsingar um það á netfangið fjallabyggð@fjallabyggd.is.
Frestur til að skila inn upplýsingum er til og með 27. janúar nk.
Umbeðnar upplýsingar verða nýttar í greinargerð til átakshóp fimm ráðuneyta og til að gera viðbragðsáætlun fyrir óveður.
Bæjarstjórn.
Lesa meira
23.01.2020
Hans Klaufi í Tjarnarborg 30. janúar - Leikhópurinn Lotta
Leikhópurinn Lotta er að koma í heimsókn til okkar í Fjallabyggð og ætlar að sýna Hans Klaufa í Tjarnarborg í Ólafsfirði fimmtudaginn 30. janúar kl. 17:30. Það er því um að gera að taka alla fjölskylduna með á hágæða fjölskyldusöngleik hlaðinn húmor og gleði fyrir allan aldur.
Lesa meira
21.01.2020
Ný umferðarlög tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Lögin hafa í för með sér ýmsar breytingar sem er mikilvægt að vegfarendur í Fjallabyggð og annars staðar hafi í huga.
Samgöngustofa hefur tekið saman helstu nýmæli laganna á aðgengilegan hátt, sem íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að kynna sér.
Lesa meira