Fréttir

Auglýsing um skipulag

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sýnum þann 9. febrúar 2011 að auglýsa deiliskipulag fyrir svæði sem  skilgreint  er sem Opið svæði tilsérstakra nota í Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 - 2028.
Lesa meira

Bæjarlistamaður 2011

Síðastliðinn föstudag útnefndi menningarnefnd, Örlyg Kristfinnsson Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2011. Sandra Finnsdóttir formaður nefndarinnar fór yfir það ötula starf sem Örlygur hefur tekið að sér í Fjallabyggð sem safnstjóri, rithöfundur, myndlistarmaður, hönnuður, kvæðamaður og lífskúnstner. Þetta er í annað sinn sem valinn er Bæjarlistamaður Fjallabyggðar og tekur  Örlygur við nafnbótinni af Bergþóri Morthens sem bar titilinn árið 2010. Fjallabyggð óskar Örlygi innilega til hamingju með nafnbótina.
Lesa meira

Umsóknir frá félögum og félagasamtökum um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Umsóknarfrestur er til 10. mars 2011
Lesa meira

Álagningarseðlar fasteignagjalda í Fjallabyggð

Lesa meira

Menningarfulltrúi Eyþings með viðtalstíma á Siglufirði

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings verður með viðtalstíma á Siglufirði 25. febrúar kl. 14.00-15.30 í Ráðhúsinu, salnum 2. hæð.
Lesa meira

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar auglýsir

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar  á Siglufirði verður lokuð laugardaginn 26. febrúar  vegna mótahalds.  (Blakmót) Ath. að Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði verður þess vegna opin sama dag frá kl. 10:00 - 18:00   Forstöðumaður.
Lesa meira

Bæjarlistamaður 2011 heiðraður

Í tilefni þess að Menningarnefnd hefur valið Örlyg Kristfinnsson myndlistarmann, hönnuð og rithöfund bæjarlistamann Fjallabyggðar 2011, mun sérstök viðhöfn fara fram 25. febrúar kl. 17.00 í Ráðhúsinu þar sem bæjarlistamaður verður heiðraður.
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf.

Um er að ræða landvörslu, móttöku og upplýsingagjöf, afgreiðslustörf í veitingasölu, ræstingar og almenn verkamannastörf. Vinnutímabil eru flest á tímabilinufrá byrjun júní til loka ágúst.
Lesa meira

Tónleikar Tónskóla Fjallabyggðar

Tónleikar Tónskóla Fjallabyggðar verða í Tjarnarborg miðvikudaginn 23. febrúar kl. 18.00 og í Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 24. febrúar kl. 18.00.
Lesa meira

Opið hús á bókasafninu á Siglufirði

Opið hús verður á bókasafninu á Siglufirði föstudaginn 18. febrúar kl. 15:00 - 17:00 í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá stofnun lestrarfélags á Siglufirði. Afmæliskaka í boði og eru allir velkomnir.
Lesa meira