Álagningarseðlar fasteignagjalda í Fjallabyggð

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2011 í Fjallabyggð, voru settir í póst 14. febrúar sl. og eiga því að hafa borist gjaldendum.
Gjalddagar eru átta, sá fyrsti 1.mars, síðan 1. hvers mánaðar.
Eindagi er 1. hvers mánaðar á eftir.

Ef heildarfjárhæð er undir 15.000 krónum er einn gjalddagi, 1. apríl.

Vakin er athygli á því að greiðsluseðlar verða sendir til lögaðila og þeirra sem eru 61. árs og eldri.
Aðrir fá ekki greiðsluseðla en geta greitt gjaldakröfu í heimabanka sínum.
Hægt er að greiða með boðgreiðslum eða í gegnum greiðsluþjónustu.

Ef greiðendur eiga möguleika á afslætti samkvæmt reglum sveitarfélgsins þar um, þá sést sá afsláttur á álagningarseðli.
Afsláttur er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2009.
Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

Þeir sem eru 60 ára eða yngri og vilja fá senda greiðsluseðla er bent á að hafa samband við skrifstofur Fjallabyggðar í síma 464-9100.

Ef eitthvað er óljóst eða athugunarvert varðandi álagningu vinsamlegast hafið samband.

Skrifstofu- og fjármálastjóri