Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf.

Um er að ræða landvörslu, móttöku og upplýsingagjöf, afgreiðslustörf í veitingasölu, ræstingar og almenn verkamannastörf. Vinnutímabil eru flest á tímabilinufrá byrjun júní til loka ágúst.

Nokkur störf eru þó til lengri (maí -september) eða skemmri (júlí - ágúst) tíma. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands.

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um.

Ítarlegri upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og aðbúnað starfsmanna má finna á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs; http://www.vjp.is/ og hjá þjóðgarðsvörðum á viðkomandi svæðum.

Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars n.k. og skulu umsóknir sendar á netfangið: umsokn@vjp.is eða í pósti merktum: Vatnajökulsþjóðgarður, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík.