12.02.2009
Ákveðið hefur verið að Nikulásarmótið í knattspyrnu (Ólafsfirði) verði helgina 17.-19. júlí í sumar. Mótið hefur að undanförnu verið helgina áður, en hefur verið fært á umrædda helgi þar sem Landsmót UMFÍ verður helgina 11.-12. júlí á Akureyri. Frekari upplýsingar um mótið má finna á Nikulas.is.
Lesa meira
10.02.2009
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti nýverið tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna fyrir árið 2009. Baldur Ævar Baldursson var einn af þeim sem fékk B-styrk sem er kr. 960.000.- en hann fékk einnig á þennan styrk á síðasta ári. Baldur Ævar keppir undir merkjum Snerpu á Siglufirði.
Lesa meira
06.02.2009
Formleg opnunarhátíð á Listasafni Fjallabyggðar í Ráðhúsinu á Siglufirði var í gær kl. 20:00. Boðið var uppá listfræðilega leiðsögn og léttar veitingar. Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur setti sýninguna upp.
Lesa meira
06.02.2009
Dagurinn er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmiðið með verkefninu er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla og mikilvæga starfi sem þar fer fram, hvetja til aukinnar umræðu um leikskólastarf og gera það sýnilegra.
Lesa meira
05.02.2009
35. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í húsi Félags eldri borgara í Ólafsfirði þriðjudaginn 10. febrúar 2009 kl. 17.00.
Lesa meira
03.02.2009
Formleg opnunarhátíð fyrir alla íbúa sveitarfélagsins verður á Listasafni Fjallabyggðar í Ráðhúsinu á Siglufirði 5. febrúar kl. 20:00. Listfræðileg leiðsögn verður um sýninguna sem Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur setti upp.
Léttar veitingar í boði.
Þá verður boðið upp á listfræðilega leiðsögn dagana 6., 7. og 8. febrúar frá kl. 15-17.
Lesa meira
03.02.2009
Í dag hefst lífshlaupið sem ÍSÍ stendur fyrir. Um er að ræða landskeppni í hreyfingu. Nánar á www.lifshlaupid.is
Lesa meira