Nikulásarmótið í Knattspyrnu verður 17.-19. júlí

Ákveðið hefur verið að Nikulásarmótið í knattspyrnu (Ólafsfirði) verði helgina 17.-19. júlí í sumar. Mótið hefur að undanförnu verið helgina áður, en hefur verið fært á umrædda helgi þar sem Landsmót UMFÍ verður helgina 11.-12. júlí á Akureyri. Frekari upplýsingar um mótið má finna á Nikulas.is.