Baldur Ævar fær áfram styrk úr afrekssjóði ÍSÍ

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti nýverið tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna fyrir árið 2009. Baldur Ævar Baldursson var einn af þeim sem fékk B-styrk sem er kr. 960.000.- en hann fékk einnig á þennan styrk á síðasta ári. Baldur Ævar keppir undir merkjum Snerpu á Siglufirði.

Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals rúmlega 46 milljónum króna en úthlutað er rúmlega kr. 37 m.kr. úr Afrekssjóði ÍSÍ og rúmlega 9 m.kr. úr Sjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna.