Fréttir

Bjössi gerir það gott í golfinu

Núna um helgina var annað KB-bankamótið í golfi haldið í Keflavík en þessi mótaröð er fyrir bestu og forgjafarlægstu kylfinga landsins. Leiknar eru 36 holur og keppt var laugardag og sunnudag. Kylfingurinn Sigurbjörn Þorgeirsson úr Golfklúbbi Ólafsfjarðar var á meðal þátttakenda og stóð hann sig frábærlega. Hann endaði í 5. sæti af þeim 108 kylfingum sem hófu leik, 3 höggum frá fyrsta sætinu. Veðrið setti strik í reikninginn fyrri daginn með miklu hvassviðri og rigningu en blíðviðri var þann seinni. Sigurbjörn spilaði holurnar 36 á 150 höggum.  
Lesa meira

Garðsláttur

Af gefnu tilefni er bent á að garðsláttur í heimahúsum er eingöngu í boði fyrir eldriborgara og öryrkja sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu.
Lesa meira

Knattspyrnuskóli Grétars Rafns á Siglufirði

Um 130 börn tóku þátt í Knattspyrnuskóla Grétars Rafns Steinssonar og Knattspyrnufélags Siglufjarðar sem var haldinn dagana 2. til 6. júní síðastliðinn.
Lesa meira

Írsk - íslensk heimasíða um jaðrakaverkefnið

Eins og mörgum er kunnugt um héldu nemendur í 5. bekk áfram samstarfi sínu við írskan skóla í Cork héraði á Írlandi, undir leiðsögn kennara síns Guðnýjar Róbertsdóttur. Fylgst var með ferðum jaðraka til Íslands og á Íslandi. Krakkarnir á Siglufirði fóru fram á fjörð og fylgdust með ferðum jaðraka og sendu skýrslu til Írlands þar um. Skemmtilegt er að segja frá því að nú hefur verið sett upp heimasíða fyrir verkefnið á Írlandi þar sem greint er frá samstarfinu og sýndar myndir af nemendum okkar í 5. bekk við rannsóknarstörf. Skoðið sérstaklega hlekkinn http://www.scoiliosaefnaofa.com/Godwit.htm   
Lesa meira

Vinnuskóli hefst kl. 8:30

Vinnuskóli hefst kl. 8:30 (ekki 9:30 eins og auglýst var hér áður) á morgun þriðjudag. Mæting í áhaldahúsin á Siglufirði og í Ólafsfirði. Unnið verður virka daga frá 8:30-16:30.
Lesa meira

Blúshátíðin í Ólafsfirði og Þjóðlagahátíðin á Siglufirði

Nú er dagskrá Blúshátíðarinnar í Ólafsfirði og Þjóðlagahátíðarinnar á Siglfirði komin út. Hægt er að skoða nánar um hátíðirnar með því að ýta á hnappana hér til vinstri.
Lesa meira

Garðsláttur

Vinnuskóli Fjallabyggðar býður ellilífeyrisþegum og öryrkjum Fjallabyggðar upp á garðslátt í heimagörðum.
Lesa meira