Írsk - íslensk heimasíða um jaðrakaverkefnið

Eins og mörgum er kunnugt um héldu nemendur í 5. bekk áfram samstarfi sínu við írskan skóla í Cork héraði á Írlandi, undir leiðsögn kennara síns Guðnýjar Róbertsdóttur. Fylgst var með ferðum jaðraka til Íslands og á Íslandi. Krakkarnir á Siglufirði fóru fram á fjörð og fylgdust með ferðum jaðraka og sendu skýrslu til Írlands þar um. Skemmtilegt er að segja frá því að nú hefur verið sett upp heimasíða fyrir verkefnið á Írlandi þar sem greint er frá samstarfinu og sýndar myndir af nemendum okkar í 5. bekk við rannsóknarstörf. Skoðið sérstaklega hlekkinn http://www.scoiliosaefnaofa.com/Godwit.htm