02.04.2008
Laus er staða deildarstjóra í leikskólanum Leikhólum Ólafsfirði frá 11. ágúst 2008. Nánari upplýsingar gefa Svandís Júlíusdóttir, leikskólastjóri og Olga Gísladóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í símum 4649240, 4649242, netfang leikholar@olf.is.
Umsóknarfrestur er til 10. apríl.
Lesa meira
02.04.2008
Í Fjallabyggð er staddur 7 manna hópur frá Finnlandi, við tökur á kvikmynd og myndum fyrir netsíðuna http://scrapbook.fi/ . Netsíða þessi er tileinkuð snjóbrettaáhugafólki og þar er m.a. hægt að finna kvikmyndir um snjóbrettaferðir þeirra til Noregs, Austurríkis og Himalayafjalla.
Lesa meira
01.04.2008
Í dag, 1. apríl, hófust skólamáltíðir fyrir nemendur í 5.-10. bekk í Grunnskóla Siglufjarðar. Það er Allinn sem sér um matseldina og þar matast börnin og þeir starfsmenn skólans sem þess óska. Um 80 nemendur hafa nú skráð sig í fæði en lágmark er að kaupa 12 máltíðir í mánuði. Á matseðlinum er fjölbreyttur hefðbundinn heimilismatur.
Lesa meira
01.04.2008
25. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg í Ólafsfirði þriðjudaginn 1. apríl 2008 kl. 18.00.
Lesa meira
01.04.2008
Starfsmönnum Metrostav
(Ólafsfjarðarmegin) brá heldur en ekki í brún aðfararnótt mánudagsins
þegar þeir komu inn til að hreinsa upp eftir síðustu sprengingu. Innst
í göngunum lágu misstórir gullmolar út um allt. Við nánari athugun kom í
ljós að sprengd hafði verið upp lítil gullæð í fjallinu.
Lesa meira