22.03.2008
Síðasta haftið í göngunum milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar var rofið í gær um kl. 17:30. Göngin eru 3,7 kílómetrar. Göngin milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar verða 6,9 kílómetrar að lengd. Þar er búið að grafa hátt í 3 kílómetra.
Steingrímur hjá www.sksiglo.is var auðvitað á staðnum og tók nokkarar myndir sem skoða má hér.
http://sksiglo.is/gallery/hedinsfjardargong/fostudagur_21._mars_2008/
Lesa meira
18.03.2008
Fjallabyggð auglýsir laus til umsóknar störf flokksstjóra í vinnuskóla Fjallabyggðar (Siglufirði og Ólafsfirði) sumarið 2008.
Lesa meira
18.03.2008
N4 Sjónvarp Norðurlands hóf útsendingar á landsvísu þann 12. mars. N4 verður á dreifikerfi Digital Ísland á rás 15 og verður fyrsta sjónvarpsstöðin á landsbyggðinni til að hefja útsendingar á landsvísu. Eins og íbúar Fjallabyggðar vita náum við hér í Fjallabyggð takmörkuðum fjölda rása Digital Íslands og munum við því ekki ná útsendingum N4 enn um sinn að minnsta kosti.
Lesa meira
17.03.2008
Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri fór um Siglufjörð um helgina og tók fjölda mynda. Stór hluti af þeim myndum er af skíðasvæðinu. Sjá hér: http://picasaweb.google.com/siglufjordur01/SkAsvISiglufirIOFl
Lesa meira
14.03.2008
Í dag bættist heldur betur við vélakost skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði. Troðari að gerðinni PistenBully 300W var tekinn í notkun. Troðarinn kemur á mjög heppilegum tíma þar sem mikið hefur snjóað síðustu daga og páskarnir framundan.
Lesa meira
14.03.2008
Árný Ósk Árnadóttir fyrrverandi nemandi Grunnskóla Ólafsfjarðar vann nýverið til verðlauna í stuttmyndasamkeppni meðal nemenda í Menntaskólanum á Akureyri. Árný keppti ásamt tveimur bekkjarfélögum sínum í fjölmiðlafræði MA með myndina „Eru draugar í Menntaskólanum á Akureyri“. Myndin var sýnd síðast þriðjudag í heild sinni í þættinum Að norðan á sjónvarpsstöðinni N4.
Á heimasíðu N4 er hægt að horfa á þáttinn í vefsjónvarpi. http://n4.is/video/one/?id=12
Lesa meira
14.03.2008
Sýning á “Tveggja Þjónn” sem vera átti í kvöld kl. 20:30 fellur niður vegna veikinda.
Lesa meira
11.03.2008
Nefnd sú, sem falið var að endurskoða III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 með síðari breytingum, er fjallar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, hefur skilað tillögum sínum til samgönguráðherra.
Lesa meira
11.03.2008
Menntamálaráðuneytið auglýsir styrki úr Æskulýðssjóði sem starfar samkvæmt æskulýðslögum nr. 70/2007 og reglum um Æskulýðssjóð nr. 60/2008.
Lesa meira
11.03.2008
Alls bárust 23 umsóknir um stuðning hjá Vaxtarsamningi Eyjafjarðar, en umsóknarfresturinn rann út þann 29. febrúar. Bæði klasaverkefni innan tiltekinna atvinnugreina og samstarfsverkefni ólíkra fyrirtækja geta hlotið stuðning.
Lesa meira