Verðlaun í stuttmyndasamkeppni

Árný Ósk Árnadóttir fyrrverandi nemandi Grunnskóla Ólafsfjarðar vann nýverið til verðlauna í stuttmyndasamkeppni meðal nemenda í Menntaskólanum á Akureyri. Árný keppti ásamt tveimur bekkjarfélögum sínum í fjölmiðlafræði MA með myndina „Eru draugar í Menntaskólanum á Akureyri“.  Myndin var sýnd síðast þriðjudag í heild sinni í þættinum Að norðan á sjónvarpsstöðinni N4. Á heimasíðu N4 er hægt að horfa á þáttinn í vefsjónvarpi. http://n4.is/video/one/?id=12