Fréttir

Myndir

Bæjaryfirvöld og aðilar í ferðaþjónustu eru að fara af stað með markaðskynningu á Fjallabyggð.Við óskum eftir mynd eða myndum frá þér.Myndirnar þurfa að vera í sem bestu gæðum. (að lágmarki 300 dpi) og þarf að skila þeim á diski (cd). Ekki má vera texti né dagsetning á myndunum.Dómnefnd metur myndirnar og verður í framhaldi af því óskað eftir kaupum á þeim myndum sem dómnefnd velur.Myndir :Árstíðarmyndir.Bryggjulíf, bátar, löndun, beitning.Hátíðar- og mannfagnaðarmyndir.Landslagsmyndir.Og hvað annað sem henta þykir.Myndum skal skilað á bæjarskrifstofur Fjallabyggðar fyrir 1. apríl, í umslagi merktu "Myndasamkeppni", með upplýsingum um höfund.Verum samstíga í að kynna sveitarfélagið.
Lesa meira

Myndir

Bæjaryfirvöld og aðilar í ferðaþjónustu eru að fara af stað með markaðskynningu á Fjallabyggð.Við óskum eftir mynd eða myndum frá þér.Myndirnar þurfa að vera í sem bestu gæðum. (að lágmarki 300 dpi) og þarf að skila þeim á diski (cd). Ekki má vera texti né dagsetning á myndunum.Dómnefnd metur myndirnar og verður í framhaldi af því óskað eftir kaupum á þeim myndum sem dómnefnd velur.Myndir :Árstíðarmyndir.Bryggjulíf, bátar, löndun, beitning.Hátíðar- og mannfagnaðarmyndir.Landslagsmyndir.Og hvað annað sem henta þykir.Myndum skal skilað á bæjarskrifstofur Fjallabyggðar fyrir 1. apríl, í umslagi merktu "Myndasamkeppni", með upplýsingum um höfund.Verum samstíga í að kynna sveitarfélagið.
Lesa meira

Grunnskóli Ólafsfjarðar - skólaliði

Grunnskóli Ólafsfjarðar auglýsir starf skólaliða við ræstingar laust til umsóknar. Um er að ræða 50 % starf í Barnaskólahúsinu og vinnutími er eftir hádegi.Umsóknarfrestur er til 12. mars n.k. og ber að skila umsóknum til skólastjóra.Allar nánari upplýsingar veitir húsvörður. Ólafsfirði 1. mars Þórgunnur ReykjalínSkólastjóri
Lesa meira

Námskeið við Hólaskóla

Námskeið við Hólaskóla - náttúrutengd ferðaþjónusta.sjá vefslóð http://www.holar.namsk.htm#2
Lesa meira

Íþróttamaður ársins 2006 á Siglufirði

Lesa meira

Kleifaberg ÓF-2 selt

Þormóður rammi – Sæberg hf. hefur selt Kleifaberg ÓF-2 til Brims hf. og verður skipið afhent nýjum eiganda 30. mars næstkomandi. Brim hf. býður öllum skipverjum Kleifabergs ÓF-2 áframhaldandi á skiprúm skipinu. Þormóður rammi – Sæberg hf. vonast til að með þessari ráðstöfun sé óvissu eytt um atvinnuöryggi skipverja á Kleifabergi ÓF-2, fram að komu nýs skips sem verið er að smíða í Noregi.Frétt fengin af www.rammi.is
Lesa meira

Þekkir þú...híbýli mannanna?

Ljósmyndadeild Minjasafnsins á Akureyri státar af safnkosti uppá 2,5 milljónir mynda. Margar myndanna eru óþekktar. Nú óskar Minjasafnið eftir aðstoð almennings við það að koma nafni á andlit og heiti á hús og önnur mannvirki. Minjasafnið á Akureyri opnaði af því tilefni sýninguna Þekkir þú... híbýli mannanna? síðastliðinn laugardag. Á sýningunni er að finna 70 myndir sem þekktir og óþekktir ljósmyndarar tóku fyrr á tímum. Meðal þekktra ljósmyndara sem eiga myndir á sýningunni má nefna Hallgrím Einarsson og Arthur Gook. Flestar myndanna eru frá Akureyri og úr Eyjafirði en einnig frá öðrum landshlutum. Í sólstofunni er hægt að fletta myndum af óþekktum einstaklingum auk möppu með mannamyndum úr eigu Minjasafnins sem birtust í Degi á árunum 1990 – 2000. Hefurðu séð annað eins? Nokkrir sérstæðir gripir úr Minjasafninu verða einnig til sýnis. Þeir eru óvenjulegir og sumir óþekktir, og geta gestir spreytt sig á að finna út heiti þeirra og hlutverk. Í tilefni af 20 ára afmæli ljósmyndadeildar Minjasafnins mun Hörður Geirsson, safnvörður, vera með sérstaka kynningu á tækjum og ljósmyndatækni ólíkra tímabila laugardagana 10. mars og 24. mars kl 14. Þá geta menn kynnt sér hvernig myndir urðu til allt frá því þær voru teknar á myndavélina til þess að standa í ramma á heiðursstað á heimilinu.Sýningin er opin alla laugardaga milli klukkan 14 og 16. Aðgangur á safnið er ókeypis meðan á sýningunni stendur til 28.apríl.
Lesa meira

Þekkir þú...híbýli mannanna?

Ljósmyndadeild Minjasafnsins á Akureyri státar af safnkosti uppá 2,5 milljónir mynda. Margar myndanna eru óþekktar. Nú óskar Minjasafnið eftir aðstoð almennings við það að koma nafni á andlit og heiti á hús og önnur mannvirki. Minjasafnið á Akureyri opnaði af því tilefni sýninguna Þekkir þú... híbýli mannanna? síðastliðinn laugardag. Á sýningunni er að finna 70 myndir sem þekktir og óþekktir ljósmyndarar tóku fyrr á tímum. Meðal þekktra ljósmyndara sem eiga myndir á sýningunni má nefna Hallgrím Einarsson og Arthur Gook. Flestar myndanna eru frá Akureyri og úr Eyjafirði en einnig frá öðrum landshlutum. Í sólstofunni er hægt að fletta myndum af óþekktum einstaklingum auk möppu með mannamyndum úr eigu Minjasafnins sem birtust í Degi á árunum 1990 – 2000. Hefurðu séð annað eins? Nokkrir sérstæðir gripir úr Minjasafninu verða einnig til sýnis. Þeir eru óvenjulegir og sumir óþekktir, og geta gestir spreytt sig á að finna út heiti þeirra og hlutverk. Í tilefni af 20 ára afmæli ljósmyndadeildar Minjasafnins mun Hörður Geirsson, safnvörður, vera með sérstaka kynningu á tækjum og ljósmyndatækni ólíkra tímabila laugardagana 10. mars og 24. mars kl 14. Þá geta menn kynnt sér hvernig myndir urðu til allt frá því þær voru teknar á myndavélina til þess að standa í ramma á heiðursstað á heimilinu.Sýningin er opin alla laugardaga milli klukkan 14 og 16. Aðgangur á safnið er ókeypis meðan á sýningunni stendur til 28.apríl.
Lesa meira

ORGANISTI – TÓNLISTARKENNARI

Laus er staða organista við Siglufjarðarkirkju og staða tónlistarkennara við Tónlistarskóla Siglufjarðar.Um er að ræða 60% starf við kirkjuna og 100% starf við Tónlistarskólann.Æskilegar kennslugreinar eru píanó- og söngkennsla.Mikil vinna fyrir réttan aðila!Viðkomandi þyrfti helst að geta hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.Upplýsingar gefa: -Skólastjóri, (Elías) s. 464-9132, 895-6924-Formaður sóknarnefndar, (Guðný Páls) s. 464-9160, 864-1624.Fræðslunefnd Fjallabyggðar.Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju
Lesa meira

Múlagöng malbikuð

Vegagerðin áætlar að hefja vinnu við malbikun Múlaganga næstkomandi sunnudag kl. 21:00, göngin verða lokuð fyrir umferð frá þeim tíma og til klukkan 6:30 á mánudagsmorgun. Reikna má með að lokað verði í 3-4 kvöld og nætur á meðan á framkvæmdum stendur. Lágheiðinni verður haldið opinni á meðan á þessum framkvæmdum stendur. Við bendum á að upplýsingasíma vegagerðarinnar, 1777 og heimasíðu, www.vegagerdin.is
Lesa meira