Myndir

Bæjaryfirvöld og aðilar í ferðaþjónustu eru að fara af stað með markaðskynningu á Fjallabyggð.Við óskum eftir mynd eða myndum frá þér.Myndirnar þurfa að vera í sem bestu gæðum. (að lágmarki 300 dpi) og þarf að skila þeim á diski (cd). Ekki má vera texti né dagsetning á myndunum.Dómnefnd metur myndirnar og verður í framhaldi af því óskað eftir kaupum á þeim myndum sem dómnefnd velur.Myndir :Árstíðarmyndir.Bryggjulíf, bátar, löndun, beitning.Hátíðar- og mannfagnaðarmyndir.Landslagsmyndir.Og hvað annað sem henta þykir.Myndum skal skilað á bæjarskrifstofur Fjallabyggðar fyrir 1. apríl, í umslagi merktu "Myndasamkeppni", með upplýsingum um höfund.Verum samstíga í að kynna sveitarfélagið.