30.04.2003
Siglufjarðarkaupstaður auglýsir hér með eftir aðila sem áhuga hefði á samstarfi um rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn sumarið 2003. Þetta gæti t.d. verið hentugur möguleiki fyrir rekstraraðila í miðbæ Siglufjarðar þar sem auðvelt væri að samræma starfsemi upplýsingamiðstöðvar þeirri starfsemi sem fyrir er eða fyrir aðra aðila sem hafa aðgang að hentugu húsnæði á þessu svæði og sjá sér hag í samstarfi við bæinn á þessu sviði. Upplýsingar sem fram þurfa að koma í umsókn:
Lesa meira
30.04.2003
Siglufjarðarkaupstað hefur formlega verið boðið að taka þátt í dagskrá á Menningarnótt í Reykjavík sumarið 2003 og fær Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík til afnota fyrir viðburði frá Siglufirði. Menningarnóttin er 16. ágúst n.k. og verður nú unnið að undirbúningi fyrir þátttöku Siglufjarðarkaupstaðar. Boðið er mjög kærkomið og mikilvægt er að vel takist til við undirbúninginn þannig að Siglfirðingar geti nýtt sér þetta tækifæri til fullnustu varðandi kynningu á bænum og því sem hér fer fram í atvinnulífi, félagslífi og fleiru.
Lesa meira
30.04.2003
Neytendasamtökin gerðu nýlega verðkönnun á aðgangi að sundlaugum í nokkrum sveitarfélögum. Í könnuninni er ekki tekið tillit til stærðar sundlauganna eða þjónustu.Ef Sundhöll Siglufjarðar er borin saman við niðurstöður könnunarinnar kemur í ljós að frekar ódýrt er hér í sund miðað við aðra staði á Norðurlandi. Árskort fyrir fullorðna er dýrast á Akureyri og Húsavík skv. könnuninni eða kr. 25.000,- en árskort á Siglufirði kostar kr. 17.000,-. Venjulegt fullorðinsgjald í Sundlaug Akureyrar er kr. 290 en á flestum stöðum í könnuninni er gjaldið kr. 220 til kr. 250,- en í Sundhöll Siglufjarðar kostar kr. 200,-.Niðurstöður könnunarinnar má skoða á heimasíðu Neytendasamtakanna, www.ns.is
Lesa meira
16.04.2003
Minningarsjóður um Kristján Sigtryggsson, Óskar Garibaldason og Sigursvein D. Kristinsson auglýsir styrki til umsóknar.Markmið sjóðsins er að styrkja ungt tónlistarfólk sem getið hefur sér góðan orðstír til að afla sér meiri menntunar og reynslu á sínu sviði. Umsækjendur skulu hafa stundað nám við Tónlistarskóla Siglufjarðar og lokið þaðan námi eða frá öðrum tónlistarskólum.Ljósrit af prófskírteinum fylgi umsókn svo og greinargerð um fyrirhugað framhaldsnám. Umsóknarfrestur er til 10. maí 2003 og skulu umsóknir sendar til Tónlistarskóla Siglufjarðar Aðalgötu 27 580 Siglufjörður, merktar „Minningarsjóður“Uthlutun fer fram við skólaslit Tónlistarskóla Siglufjarðar hinn 22. maí nk. Sjóðstjórn
Lesa meira
16.04.2003
Vinnuskólinn óskar eftir að ráða flokkstjóra til starfa.Starfstími flokkstjóra í sumar verður frá júníbyrjun og fram í miðjan ágúst. Daglegur vinnutími flokksstjóra er kl. 8-12 og kl. 13-17. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofu.Við umsókn þarf viðkomandi að gefa upp banka og reikningsnúmer og leggja inn skattkort.Minnt er á að vinnuskólinn á að vera reyklaus.Skólafulltrúi
Lesa meira
15.04.2003
Á morgun, miðvikudag, verður haldinn sameiginlegur fundur bæjarstjórna Akureyrar, Dalvíkurbyggðar, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Fundurinn verður haldinn gegnt munna væntanlegra Héðinsfjarðarganga í Ólafsfirði, við gamla flugvöllinn, og hefst hann kl. 17.Tilefni fundarins er að undirstrika mikilvægi þeirra samgöngubóta sem væntanleg Héðinsfjarðargöng eru fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið þar sem þau m.a. treysta grundvöll öflugs samstarfs og sameiningar sveitarfélaga á svæðinu. Dagskrá fundarins er svo hljóðandi:Fundarsetning – Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, formaður bæjarráðs, Ólafsfirði.Mikilvægi jarðganganna – Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyri.Ávarp - Valdimar Bragason, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð.Sameiginleg ályktun kynnt – Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri Siglufirði.Fundarslit.
Lesa meira
14.04.2003
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði2.-6. júlí 2003Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin dagana 2. - 6. júlí. Í ár erboðið upp á samtals 11 námskeið fyrir börn og fullorðna aukfjölda tónleika. Að þessu sinni verður athyglinni beint sérstaklega aðvikivökum, hinum fornu söngdönsum Íslendinga.Setningartónleikar hátíðarinnar verða miðvikudaginn 2. júlí. Þar leikursænski þjóðlagahópurinn Draupner ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur margvíslega vikivaka. Tvennir tónleikar verða á hverjum degi auk námskeiða sem standa yfir 3.og 4. júlí. Laugardagskvöldið 5. júlí verður uppskeruhátíð þar sem afrakstur námskeiðanna verður kynntur. Sunnudaginn 6. júlí lýkur hátíðinni með hljómsveitartónleikum. Ungir hljóðfæraleikarar ásamt Siglfirskum kórum flytja íslenska tónlist. Einsöngvari á tónleikunum er Hlöðver Sigurðsson og einleikari á píanó Renata Ivan.Líkt og undanfarin þrjú ár verða fjölbreytt námskeið í boði. M.a. verðakenndir vikivakar, norrænir þjóðdansar, búlgörsk þjóðlagatónlist,rímnakveðskapur, þæfing og refilsaumur auk silfursmíði. Þá verður saga og náttúra Siglufjarðar kynnt á sérstöku útivistarnámskeiði. Eins og áðursagði verður einnig boðið upp námskeið fyrir börn.Drög að tónleikadagskrá:Miðvikudag 2. júlí Íslenskir vikivakarDraupner frá Svíþjóð: Tomas Lindberg, Görgen Antonson, Henning Anderson ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur og Aðalsteini Ásberg Sigurðssyni. Fimmtudag 3. júlí Kirkjuleg þjóðlög.Magnea Tómasdóttir sópran, og Guðmundur Sigurðsson orgel. Dönsk þjóðlagatónlist Dúóið SvöbskFöstudag 4. júlí Raddir þjóðar Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson. Söngdansar Jóns Múla Tríóið Flís ásamt Agli Ólafssyni söngvara.Laugardag 5. júlí Bærums spelmannslag.Harðangursfiðluhljómsveit frá Bærum í Noregi.Söngur riddaransÞórarinn Hjartarson og Ragnheiður Ólafsdóttir ásamt hljómsveit flytja ljóð Páls Ólafssonar. KvöldvakaKvæðamenn, búlgörsk þjóðlagatónlist, danskir og íslenskir þjóðdansar, harðangursfiðluleikur og afrakstur námskeiða sýndur. Sunnudag 6. júlí Hátíðartónleikar. Sinfóníuhljómsveit Þjóðlagahátíðar á Siglufirði ásamt hátíðarkór Siglufjarðar. Stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson, undirleikari Renata Ivan píanóleikari, Siglufirði og einsöngvari Hlöðver Sigurðsson, Siglufirði. Frumflutt nýtt íslenskt hljómsveitarverk.Þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar. NámskeiðÁ Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði sumarið 2003 verður boðið upp á átta mismunandi námskeið fyrir fullorðna og þrjú námskeið fyrir börn og unglinga. Sérstakt námskeið verður fyrir tónlistarnema í búlgörskum þjóðlögum. Auk námskeiða í tónlist verður boðið upp á handverksnámskeið og náttúruskoðun.Námskeiðin fara fram fimmtudag og föstudag 3.– 4. júlí frá kl. 9.00 – 12.00 og 14.00 – 17.00. Hvert námskeið stendur yfir í tvo daga. Þannig getur hver og einn sótt tvö námskeið. 1. Búlgörsk þjóðlög. Fyrir unga tónlistarnema á aldrinum 18 til 25 ára. Námskeiðinu lýkur með tónleikum laugardaginn 5.júlí. Kennari: Chris Speed frá Bandaríkjunum.2. Námskeið í rímnakveðskap. Kennari: Steindór Andersen.3. Danskir þjóðdansar. Kennari: Maren Hallberg Larsen.4. Silfursmíði. Kennd verður silfursmíði fyrir byrjendur og lengra komna. Kennari: Dóra G. Jónsdóttir.5. Roðsaumsnámskeið. Refilsaumur. Kennari: Guðrún Erla Geirsdóttir.6. Flókanámskeið. Kennd verður þæfing. Kennari: Stefanía Stefánsdóttir.7. Vikivaki, norrænir þjóðdansar. Kennarar: Kolfinna Sigurvinsdóttir íþrótta og danskennari og Maren Hallberg Larsen.8. Útivistarámskeið. Fræðsla um sögu og náttúru Siglufjarðar. Umsjónarmaður: Valgarður Egilsson.Barna- og unglinganámskeið1. Söngdansar nýjir og gamlir. Námskeiðið er ætlað fyrir börn og fullorðna.Kennarar: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Árnadóttir.2. Leikjanámskeið. Umf. Glói.3. Leiklistarnámskeið. Kennari Linda María Ásgeirsdóttir.MyndlistarsýningAðalheiður S Eysteinsdóttir frá Siglufirði.Hægt er að skrá sig á námskeið með því að senda tölvupóst á linda@siglo.is eða senda fax á 460-5601.Linda María ÁsgeirsdóttirFramkvæmdarstjóri Þjóðlagahátíðar á Siglufirði.
Lesa meira
09.04.2003
Páskadagskráin á Siglufirði liggur nú fyrir og ætti að vera við allra hæfi sem fyrr.Skíðasvæðið í Skarðsdal verður opið alla daga frá kl. 10-17, þ.e. frá 16. apríl til 21. apríl. Leikjabraut verður lögð fyrir börnin alla dagana.Miðvikudagur 16. apríl.Allinn – Sportbar. Undanúrslit í spurningakeppninni Gettu betur. Stuðbandið SMACK skemmtir eftir spurningarkeppnina.Bíó Café - Partý í Bíósalnum! Ómar Hlyns og Ási Tona.Fimmtudagur 17. apríl.Páskamót í innanhúsknattspyrnu í íþróttahúsi. Upplýsingar og skráning á KS skrifstofu (í Lionshúsi) eða í síma 860-2069.Bíó Café – Trúbador skemmtir.Allinn – Sportbar. Verðlaunaafhending vegna innanhúsmóts.Föstudagur 18. apríl.Lestur Passíusálma í Siglufjarðarkirkju frá kl. 15-20. Lesmessa kl. 20.30.Allinn – Sportbar. Siglfirska söngskemmtunin.Bíó Café – Terlín leikur fyrir dansi frá kl. 24.00.Laugardagur 19. apríl.Skíðasvæðið í Skarðsdal: Garpamót í svigi hefst kl. 14.00. Skráning á staðnum. Skíðavaka í Skarðinu. Týrólakvöld frá kl. 16.00.Allinn – Sportbar: Skemmtikvöld.Bíó Café: Dansleikur.Páskadagur 20. apríl. Skíðasvæðið í Skarðsdal: Páskaeggjamót.Hátíðarmessa í Siglufjarðarkirkju kl. 10.00
Lesa meira
09.04.2003
Í gær voru opnuð tilboð hjá Ríkiskaupum í snjóflóðavarnargarða sem byggja á ofan byggðarinnar í Siglufirði. Alls bárust tilboð frá fimm fyrirtækjum og var lægsta tilboðið frá Suðurverki hf. upp á rúmar 554 milljónir króna. Kostnaðaráætlun verkkaupa var liðlega 536 milljónir króna.Þau fyrirtæki sem buðu í verkið eru: Íslenskir aðalverktakar, Ístak ehf., Norðurtak ehf., Héraðsverk ehf. og loks Suðurverk hf.Umrætt verk felst í að byggja fimm þvergarðar og einn leiðigarð. Þvergarðarnir verða samtals um 1700 metra langir. Byggt verður í þremur áföngum. Fyrst verða nyrstu garðarnir reistir og skal þeim lokið sumarið 2004. Þá hefjast framkvæmdir við upptakastoðvirki í Gróuskarðshnjúk sem reyndar eru ekki hluti af útboðsverkinu en loks verður miðgarðurinn reistur fyrir lok sumars 2005 en bygging þess syðsta á að vera lokið haustið 2006.Nú tekur við vinna við yfirferð tilboðanna.Frétt af mbl.is
Lesa meira
08.04.2003
Fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram lista vegna alþingiskosninganna 10. maí næst komandi hafa komið sér saman um sameiginlega stjórnmálafundi. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Menntaskólanum á Egilsstöðum á morgun, miðvikudag.Fundirnir hefjast klukkan 20 en þeir verða haldnir á eftirtöldum stöðum:Miðvikudagur 9/4 - Egilsstaðir.Föstudagur 11/4 - Neskaupsstaður.Mánudagur 14/4 - Húsavík.Þriðjudagur 29/4 - Þórshöfn.Miðvikudagur 30/4 - Siglufjörður.Ekki er komin dagsetning á sameiginlegan fund á Akureyri.Fundarstjórar verða æðstu stjórnendur þeirra bæjarfélaga þar sem fundirnir verða haldnir. Hver flokkur fær átta mínútur til að flytja ávörp en að þeim loknum verða pallborðsumræður. Í lok fundanna fær svo hver listi fimm mínútur. Frétt af local.is
Lesa meira