Styrkur til tónlistarnáms

Minningarsjóður um Kristján Sigtryggsson, Óskar Garibaldason og Sigursvein D. Kristinsson auglýsir styrki til umsóknar.Markmið sjóðsins er að styrkja ungt tónlistarfólk sem getið hefur sér góðan orðstír til að afla sér meiri menntunar og reynslu á sínu sviði. Umsækjendur skulu hafa stundað nám við Tónlistarskóla Siglufjarðar og lokið þaðan námi eða frá öðrum tónlistarskólum.Ljósrit af prófskírteinum fylgi umsókn svo og greinargerð um fyrirhugað framhaldsnám. Umsóknarfrestur er til 10. maí 2003 og skulu umsóknir sendar til Tónlistarskóla Siglufjarðar Aðalgötu 27 580 Siglufjörður, merktar „Minningarsjóður“Uthlutun fer fram við skólaslit Tónlistarskóla Siglufjarðar hinn 22. maí nk. Sjóðstjórn