Siglufjarðarkaupstaður auglýsir hér með eftir aðila sem áhuga hefði á samstarfi um rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn sumarið 2003. Þetta gæti t.d. verið hentugur möguleiki fyrir rekstraraðila í miðbæ Siglufjarðar þar sem auðvelt væri að samræma starfsemi upplýsingamiðstöðvar þeirri starfsemi sem fyrir er eða fyrir aðra aðila sem hafa aðgang að hentugu húsnæði á þessu svæði og sjá sér hag í samstarfi við bæinn á þessu sviði. Upplýsingar sem fram þurfa að koma í umsókn:
1. Staðsetning húsnæðis þar sem starfsemin færi fram. Æskilegt er að hún sé í miðbæ Siglufjarðar.
2. Fyrirkomulag starfseminnar samkvæmt hugmyndum umsækjanda hvað varðar starfsaðstöðu, starfstíma, opnunartíma, starfsfólk, framsetningu kynningarefnis, auglýsingar, samstarf við aðra aðila í ferðaþjónustu o.þ.h.
3. Óskir umsækjenda um kostnaðarþátttöku bæjar og aðra aðkomu, t.d. hugsanleg útvegun starfskrafts o.fl.
Við yfirferð umsókna verða ofangreindir þættir metnir og hafa þeir áhrif á endanlegt val bæjarráðs á samstarfsaðila. Áskilinn er réttur til að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum. Umsóknum skal á bæjarskrifstofu í sl. föstudaginn 9. maí nk.
Bæjarstjóri