Sameiginlegir stjórnmálafundir í NA-kjördæmi

Fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram lista vegna alþingiskosninganna 10. maí næst komandi hafa komið sér saman um sameiginlega stjórnmálafundi. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Menntaskólanum á Egilsstöðum á morgun, miðvikudag.Fundirnir hefjast klukkan 20 en þeir verða haldnir á eftirtöldum stöðum:Miðvikudagur 9/4 - Egilsstaðir.Föstudagur 11/4 - Neskaupsstaður.Mánudagur 14/4 - Húsavík.Þriðjudagur 29/4 - Þórshöfn.Miðvikudagur 30/4 - Siglufjörður.Ekki er komin dagsetning á sameiginlegan fund á Akureyri.Fundarstjórar verða æðstu stjórnendur þeirra bæjarfélaga þar sem fundirnir verða haldnir. Hver flokkur fær átta mínútur til að flytja ávörp en að þeim loknum verða pallborðsumræður. Í lok fundanna fær svo hver listi fimm mínútur. Frétt af local.is