Ódýrt í sund á Siglufirði - Verðkönnun á sundstöðum

Neytendasamtökin gerðu nýlega verðkönnun á aðgangi að sundlaugum í nokkrum sveitarfélögum. Í könnuninni er ekki tekið tillit til stærðar sundlauganna eða þjónustu.Ef Sundhöll Siglufjarðar er borin saman við niðurstöður könnunarinnar kemur í ljós að frekar ódýrt er hér í sund miðað við aðra staði á Norðurlandi. Árskort fyrir fullorðna er dýrast á Akureyri og Húsavík skv. könnuninni eða kr. 25.000,- en árskort á Siglufirði kostar kr. 17.000,-. Venjulegt fullorðinsgjald í Sundlaug Akureyrar er kr. 290 en á flestum stöðum í könnuninni er gjaldið kr. 220 til kr. 250,- en í Sundhöll Siglufjarðar kostar kr. 200,-.Niðurstöður könnunarinnar má skoða á heimasíðu Neytendasamtakanna, www.ns.is