Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

211. fundur 29. mars 2017 kl. 17:00 - 18:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir formaður, D lista
  • Guðmundur J Skarphéðinsson aðalmaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, B lista
  • Ólafur Haukur Kárason varamaður, S lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi

1.Átak í skráningu katta í Fjallabyggð

Málsnúmer 1703032Vakta málsnúmer

Ingi Vignir Gunnlaugsson, starfsmaður dýraeftirlits Fjallabyggðar mætti á fund nefndarinnar undir þessum lið.

Í Fjallabyggð eru 14 skráð kattaleyfi, eitt í Ólafsfirði og 13 á Siglufirði. Mikilvægt er að ná betur utan um fjölda katta í sveitarfélaginu með því að eigendur skrái kettina sína í samræmi við samþykkt um kattahald í Fjallabyggð frá 2012.
Nefndin samþykkir að fara í átak í skráningu katta og felur tæknideild að auglýsa það.

2.Deiliskipulag miðbæjar Siglufjarðar

Málsnúmer 1601077Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá 21.mars sl. vegna fundar með forsvarsmanni Rauðku ehf. um miðbæjarskipulagið með vísun í 5 liða samkomulag Rauðku ehf og Fjallabyggðar frá 2012.

Lögð fram uppfærð deiliskipulagstillaga með tillit til umræðna á íbúafundi og fundi með Rauðku ehf. Nefndin gerir ekki athugasemdir að svo stöddu við framlagða tillögu og samþykkir að kynna hana forsvarsmönnum Rauðku ehf.

3.Lóðarmál við Suðurgötu 16 Siglufirði

Málsnúmer 1702067Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað tæknifulltrúa í samræmi við umræður á síðasta fundi nefndarinnar. Einnig lagt fram bréf Jóns Sæmundar Sigurjónssonar, dags. 11.03.2017, þar sem hann óskar eftir að honum verði úthlutað formlega lóðinni Suðurgötu 14 þar sem bílastæði hans stendur.




Samþykkt
Nefndin leggur til að innkallaður verði sá hluti lóðarinnar Lindargötu 11 (áður Suðurgata 14) sem bílastæði Jóns Sæmundar stendur á og að endurnýjaður verði lóðarleigusamningur fyrir Suðurgötu 16 með nýjum lóðarmörkum. Tæknideild falið að kynna tillögu nefndarinnar lóðarhafa Lindargötu 11 og gefa honum kost á að gera athugasemdir innan tilskilins frests.

4.Beiðni um samþykki sveitarfélaganna Fjallabyggðar og Skagafjarðar til að laga forna reiðleið um Tröllaskaga

Málsnúmer 1703030Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Hestamannafélaginu Gnýfara þar sem óskað er eftir heimild til að fá að laga forna reiðleið um Tröllaskaga.
Vísað til umsagnar
Nefndin felur tæknideild að óska eftir frekari gögnum frá umsækjanda og leita umsagnar hjá Minjastofnun og Umhverfisstofnun vegna málsins.

5.Viðbragðsáætlun fyrir Múlagöng

Málsnúmer 1702071Vakta málsnúmer

Staðfest
Lögð fram umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar vegna viðbragðsáætlunar fyrir Múlagöng. Tæknideild falið að senda framlagðar athugasemdir til Vegagerðarinnar.

6.Umsókn um byggingarleyfi-Hvanneyrarbraut 37-39, Siglufirði

Málsnúmer 1703072Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til breytinga á Hvanneyrarbraut 37-39.
Erindi samþykkt.

7.Hvanneyrarbraut 26 Siglufirði-umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1703026Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir endurgerð skúrs á lóð Hvanneyrarbrautar 26 ásamt aðaluppdráttum.
Erindi samþykkt með fyrirvara um samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar við Túngötu 31b, þar sem um er að ræða stækkun á núverandi skúr.

8.Dúfur við Síldarminjasafn-umferðaröryggi

Málsnúmer 1703056Vakta málsnúmer

Umræða tekin um dúfur við Síldarminjasafn.

Nefndin felur tæknideild að ræða við forstöðumann Síldaminjasafnsins um aðra staðsetningu fóðurpalls.

9.Umsókn um skráningu stækkunar á landeign í landi Hlíðar, Ólafsfirði

Málsnúmer 1703078Vakta málsnúmer

Landeigandi Hlíðar óskar eftir samþykki nefndarinnar fyrir stækkun lóðarinnar Neskot sem er landspilda úr landi Hlíðar. Stækkun Neskots er afmörkuð með hnitum á framlögðum uppdrætti.

Erindi samþykkt.

10.Sjókvíaeldi Arnarlax í Eyjafirði

Málsnúmer 1703040Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar, drög tillögu að matsáætlun vegna sjókvíaeldi Arnarlax í Eyjafirði.

11.Fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar

Málsnúmer 1703022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 1.fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjarfjarðar frá 12.desember sl.

12.Auglýsing um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 1703064Vakta málsnúmer

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna úthlutunar úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð í samræmi við ákvæði laga um verndarsvæði í byggð, nr. 87/2015. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.