Lóðarmál við Suðurgötu 16 Siglufirði

Málsnúmer 1702067

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 210. fundur - 01.03.2017

Lagt fram erindi húseiganda að Suðurgötu 16, Siglufirði. Óskað er eftir upplýsingum um hvort bílastæði norðan við hús Suðurgötu 16, tilheyri Lindargötu 11.

Nefndin felur tæknideild að afla upplýsinga um málið.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 211. fundur - 29.03.2017

Lagt fram minnisblað tæknifulltrúa í samræmi við umræður á síðasta fundi nefndarinnar. Einnig lagt fram bréf Jóns Sæmundar Sigurjónssonar, dags. 11.03.2017, þar sem hann óskar eftir að honum verði úthlutað formlega lóðinni Suðurgötu 14 þar sem bílastæði hans stendur.




Samþykkt
Nefndin leggur til að innkallaður verði sá hluti lóðarinnar Lindargötu 11 (áður Suðurgata 14) sem bílastæði Jóns Sæmundar stendur á og að endurnýjaður verði lóðarleigusamningur fyrir Suðurgötu 16 með nýjum lóðarmörkum. Tæknideild falið að kynna tillögu nefndarinnar lóðarhafa Lindargötu 11 og gefa honum kost á að gera athugasemdir innan tilskilins frests.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 212. fundur - 03.05.2017

Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.