Hvanneyrarbraut 26 Siglufirði-umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1703026

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 211. fundur - 29.03.2017

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir endurgerð skúrs á lóð Hvanneyrarbrautar 26 ásamt aðaluppdráttum.
Erindi samþykkt með fyrirvara um samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar við Túngötu 31b, þar sem um er að ræða stækkun á núverandi skúr.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 212. fundur - 03.05.2017

Synjað
Lagt fram bréf húseigenda við Túngötu 31b þar sem fyrirhuguðum byggingaráformum er mótmælt.

Umsókn um byggingarleyfi er hafnað með 3 atkvæðum, einn situr hjá.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 01.06.2017

Lagt fram bréf húseigenda Hvanneyrarbrautar 26 þar sem fram koma þeirra sjónarmið vegna afgreiðslu 212.fundar skipulags- og umhverfisnefndar þar sem umsókn um byggingarleyfi var hafnað.

Nefndin áréttar fyrri afgreiðslu og ítrekar rétt húseigenda til að vísa niðurstöðu bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.