Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

156. fundur 19. júní 2013 kl. 16:30 - 16:30 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Jónsdóttir formaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi

1.Umsókn um leyfi til breytinga á Lækjargötu 10

Málsnúmer 1302079Vakta málsnúmer

Hálfdán Sveinsson f.h. Siglunes Guesthouse ehf sækir um leyfi til þess að setja þrjá glugga og hurð á suðurhlið hússins Lækjargata 10 samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

 

Erindi samþykkt.

2.Umsókn um byggingarleyfi, Hlíðarvegur 25a

Málsnúmer 1304054Vakta málsnúmer

Pétur Hrólfsson, eigandi fasteignarinnar að Hlíðarvegi 25a á Siglufirði sækir um leyfi til þess að stækka viðbyggingu að norðan um 5 m2 samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

 

Erindi samþykkt með fyrirvara um að skráningartöflu verði skilað inn fyrir eignina.

3.Umsókn um leyfi til að klæða Hlíðarveg 53

Málsnúmer 1305078Vakta málsnúmer

Húseigendur Hlíðarvegar 53 í Ólafsfirði sækja um leyfi til að klæða norðurhlið hússins með lituðu bárujárni. Staðfesting verkfræðings á nægilegu haldi í útveggjum hússins liggur ekki fyrir.

 

Erindi samþykkt með fyrirvara um að staðfesting verkfræðings á nægilegu haldi í útveggjum hússins berist.

4.Ástand húsa við Aðalgötu 6 og 6b á Siglufirði

Málsnúmer 1301100Vakta málsnúmer

Á 155. fundi nefndarinnar krafðist nefndin þess að eigendur fasteignanna Aðalgata 6 og 6b myndu skila inn tímasettri áætlun um hvenær framkvæmdir hefjist við lagfæringar á húsunum og hvenær þeim verði lokið. Einnig verði gerð grein fyrir því í hverju lagfæringarnar felist og hvernig öryggi verði tryggt fram til þess tíma að hafist verði handa við framkvæmdir. Berist slík áætlun ekki innan tveggja vikna taki nefndin ákvörðun um hvort rétt sé að leggja á dagsektir eða beita öðrum úrræðum laga um mannvirki.

 

Nú er tímafresturinn liðinn og tekur nefndin málið fyrir á nýjan leik.

 

Aðalgata 6

Ekki hefur borist nein áætlun frá eiganda Aðalgötu 6. Tæknideild leggur því til að lagðar verði á dagsektir að upphæð 10.000 kr. fyrir hvern dag frá og með 8. júlí 2013. Eiganda er gefinn kostur á að tjá sig um álagðar dagsektir fyrir 8. júlí.

 

Aðalgata 6b

Borist hefur tímasett áætlun frá eiganda Aðalgötu 6b um úrbætur á fasteigninni. Tæknideild leggur því til að ekki verði aðhafst frekar í málinu að svo stöddu.

 

Erindi samþykkt.

5.Grunnskóli Siglufirði, teikningar

Málsnúmer 1209078Vakta málsnúmer

Tæknideild f.h. Fjallabyggðar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu skólahúsnæðis að Norðurgötu 10 á Siglufirði samkvæmt núgildandi deiliskipulagi og meðfylgjandi teikningum.

 

Erindi samþykkt.

6.Lóðarleigusamningur, Námuvegur 6

Málsnúmer 1306035Vakta málsnúmer

Lagður fram lóðarleigusamningur fyrir Námuveg 6.

 

Erindi samþykkt.

7.Deiliskipulag - Þormóðseyri

Málsnúmer 1203070Vakta málsnúmer

Deiliskipulagstillaga fyrir Þormóðseyri lögð fram til kynningar fyrir nefndarmenn.

8.Rekstraryfirlit apríl 2013

Málsnúmer 1305065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.