Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

149. fundur 24. janúar 2013 kl. 16:30 - 16:30 á bæjarskrifstofum Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Helga Jónsdóttir formaður
  • Sigurður Hlöðversson aðalmaður
  • Jón Árni Konráðsson aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri Tæknideildar
  • Arnar Freyr Þrastarson tæknifulltrúi
  • Valur Þór Hilmarsson garðyrkju- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson Deildarstjóri tæknideildar

1.Gjaldskrár tæknideildar

Málsnúmer 1301057Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram gjaldskrár sem heyra undir tæknideild; gjaldskrá byggingarfulltrúa, gjaldskrá þjónustumiðstöðvar og gjaldskrá vatnsveitu.

Lagt er til að í gjaldskrá byggingarfulltrúa verði settir inn eftirfarandi nýir gjaldskrárliðir: minniháttar breytingar á innra skipulagi og útliti húsa, breytingar á gildandi lóðarleigusamningi og prentun. Lagt er til að í gjaldskrá þjónustumiðstöðvar og vatnsveitu verði sett inn ákvæði um árlega vísitöluhækkun gjaldskráarinnar.

 

Erindi samþykkt.

2.Umferðamerkingar við stoppistöðvar skólarútu

Málsnúmer 1301052Vakta málsnúmer





Lagðar eru fram ákveðnar breytingar er varða stoppistöðvar skólarútu. Á Siglufirði er samkvæmt núverandi umferðarmerkingum bannað að leggja á austurkanti Hlíðarvegs frá Brekkugötu að Þormóðsgötu og á vesturkanti Vetrarbrautar frá Eyrargötu að Aðalgötu. Skólarútan stoppar við grunnskólann á Hlíðarvegi og grunnskólann við Vetrarbraut og er því lagt til að sett verði upp umferðarmerki á báðum þessum stöðum sem heimila stöðvun skólarútunnar. Einnig er lagt til að við íþróttamiðstöðina á Hvanneyrarbraut verði aflagt bílastæðið norðan við bílastæði fyrir hreyfihamlaða og þá verði sett upp umferðarmerki sem gefi til kynna að bannað sé að leggja nema fyrir skólarútu.
Í Ólafsfirði er lagt til að akstursleið skólarútunnar verði frá Menntaskólanum eftir stíg að grunnskóla og bílastæði verði afmarkað fyrir framan skóla, vestan við nýbyggingu. Sett verði umferðarmerki á stíginn sem gefi til kynna að allur akstur sé bannaður nema skólabíll og reiðhjól.


 


Erindi samþykkt.

3.Lóðir við Gránugötu 5b og 13b

Málsnúmer 1210087Vakta málsnúmer



Varðandi lóðirnar Gránugötu 5b og 13b hefur komið í ljós við nákvæma mælingu á þeim, að þær skarast saman. Lóðarhafar hafa leitað til tæknideildar Fjallabyggðar um úrlausn þessa máls. Búið er að kynna þeim ákveðnar tillögur að nýrri lóðarskipan sem þeir sætta sig ekki við.


 


Því er nú lagt til að lóðirnar verði afmarkaðar eins og kemur fram á lóðarblaði tæknideildar frá 23. nóvember með þeirri viðbót að lóðin Gránugata 5b stækki lítillega til austurs.


 


Erindi samþykkt.

4.Umsókn um leyfi til niðurrifs

Málsnúmer 1301047Vakta málsnúmer

Gunnar Sverrisson f.h. Síldarvinnslunnar hf sækir um leyfi til niðurrifs á síldarþró (fnr. 213-1053) og hráefnistönkum (fnr. 213-1069 og 213-1070). Kemur fram í erindi hans að þessar fasteignir séu mjög sérhæfðar og því ólíklegt að þær eigi eftir að nýtast á svæðinu auk þess sem aðgengi að þeim mannvirkjum sem eftir standa verður auðveldara.

 

Erindi samþykkt og óskar nefndin jafnframt eftir viðræðum við Síldarvinnsluna um endurskipulagningu á lóðarstærðum í ljósi þess að ofangreindar byggingar verði fjarlægðar.

5.Umsókn um leyfi til breytinga á Hólavegi 17 Siglufirði

Málsnúmer 1301067Vakta málsnúmer

Þorsteinn Jóhannesson f.h. eiganda hússins Hólavegur 17 sækir um leyfi nefndarinnar til þess að breyta og byggja við húseignina samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

 

Erindi samþykkt með fyrirvara um að skráningartafla berist.

6.Umsókn um leyfi til breytinga á Suðurgötu 76

Málsnúmer 1301079Vakta málsnúmer

Þorsteinn Jóhannesson f.h. eiganda hússins Suðurgata 76 sækir um leyfi nefndarinnar til þess að breyta gluggum, einangra og klæða húsið að utan með 50 mm steinull og MEG klæðningu samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

 

Erindi samþykkt.

7.Til umsagnar - frumvarp til laga um náttúruvernd

Málsnúmer 1301066Vakta málsnúmer

Lagt er fram til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd. Umsagnarfrestur er til 8. febrúar næstkomandi.

 

Umhverfisfulltrúi hefur lesið yfir frumvarpið og telur að ekki þurfi að gera athugasemdir við það þar sem frumvarpið hafi fengið mikla og góða umfjöllum víða og búið að sníða af því þá vankanta sem á því var.

 

Nefndin samþykkir að gera ekki athugasemdir við frumvarpið.

8.Grunnskóli Siglufirði, grenndarkynning

Málsnúmer 1301075Vakta málsnúmer




Viðbyggingin við grunnskólann á Siglufirði var grenndarkynnt eigendum Eyrargötu 2, 3, 4, 6, 7 og 8 með bréfi sem var sent út þann 6. desember 2012 með athugasemdafresti til 9. janúar 2013 og viðbótarfresti tveggja eigenda til 14. janúar.
Athugasemdir komu frá öllum aðilum nema eiganda Eyrargötu 6 eftir að athugasemdafresturinn rann út.


 



Lagt fram til kynningar.

9.Umsókn um leyfi fyrir tímabundnu skilti

Málsnúmer 1212064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsókn Sparisjóðs Siglufjarðar um tímabundið skilti á norðurhlið Sparisjóðsins.

10.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023

Málsnúmer 1110001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 30. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar.

11.Ályktun samþykkt á aðalfundi 24. - 26.september 2012

Málsnúmer 1212025Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun Skógræktarfélags Íslands sem samþykkt var á aðalfundi þess 24. - 26. september síðastliðinn þar sem félagið hvetur aðildarfélög sín, sveitarfélög, stofnanir og einstaklinga til að nýta sér þá frjósemi sem lúpína skapar í ófrjósömu landi og rækta skóg í lúpínubreiðum.

12.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023

Málsnúmer 1110001Vakta málsnúmer

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2011-2023 með umhverfisskýrslu lagt fram til kynningar.

13.Rekstraryfirlit 30. nóvember 2012

Málsnúmer 1301004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.