Lóðir við Gránugötu 5b og 13b

Málsnúmer 1210087

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 149. fundur - 24.01.2013



Varðandi lóðirnar Gránugötu 5b og 13b hefur komið í ljós við nákvæma mælingu á þeim, að þær skarast saman. Lóðarhafar hafa leitað til tæknideildar Fjallabyggðar um úrlausn þessa máls. Búið er að kynna þeim ákveðnar tillögur að nýrri lóðarskipan sem þeir sætta sig ekki við.


 


Því er nú lagt til að lóðirnar verði afmarkaðar eins og kemur fram á lóðarblaði tæknideildar frá 23. nóvember með þeirri viðbót að lóðin Gránugata 5b stækki lítillega til austurs.


 


Erindi samþykkt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 04.04.2013

Þar sem samkomulag hefur ekki náðst við báða lóðarhafa vegna ágreinings um lóðarmörk á lóðum Gránugötu 5b og Gránugötu 13b hefur nefndin í samráði við lögfræðing Fjallabyggðar samþykkt eftirfarandi bókun.

 

Með lóðarleigusamningi, dagsettum 30. janúar 2001, var Skipaafgreiðslunni ehf leigð lóðin Gránugata 5b. Lóðarleigusamningur þessi var móttekinn til þinglýsingar og innfærður 7. febrúar 2001 án athugasemda. Á lóðinni er nú rekinn veitingastaðurinn Harbour House Café og hefur lóðarhafi byggt pall sem nýttur er af gestum staðarins.

Í ljós hefur komið að lóðin skarast á við lóðina nr. 13b við Gránugötu þannig að hún nær 4 metra inn á lóðina. Lóðin nr. 13b við Gránugötu sem er 839,8 m2 var upphaflega leigð samkvæmt samningi dagsettum 22. október 1980. Samningi þessum var þinglýst 31. október 1980. Fjallabyggð telur þar sem samkomulag hefur ekki náðst, að leysa eigi málið á þeim grundvelli að eigandi lóðarinnar nr. 13b við Gránugötu haldi rétti sínum samkvæmt upprunalegum lóðarsamningi. Sú niðurstaða byggist á meginreglu þinglýsingarlaga um að réttarvernd skjals ráðist af afhendingu þess til þinglýsingar. Þar að auki verði ákvæði í þeim lóðarleigusamningi, um að gera megi lítilsháttar breytingu á lóðarstærð við endanlega mælingu, ekki beitt eins og hér stendur á.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 298. fundur - 04.06.2013

Lögð fram tillaga frá deildarstjóra tæknideildar að bótum vegna nauðsynlegra breytinga á lóðarblaði fyrir lóðarhafa að Gránugötu 5b Siglufirði.
Einnig kostnaðaráætlun og skýringarmynd.

Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.