Umsókn um leyfi til niðurrifs

Málsnúmer 1301047

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 149. fundur - 24.01.2013

Gunnar Sverrisson f.h. Síldarvinnslunnar hf sækir um leyfi til niðurrifs á síldarþró (fnr. 213-1053) og hráefnistönkum (fnr. 213-1069 og 213-1070). Kemur fram í erindi hans að þessar fasteignir séu mjög sérhæfðar og því ólíklegt að þær eigi eftir að nýtast á svæðinu auk þess sem aðgengi að þeim mannvirkjum sem eftir standa verður auðveldara.

 

Erindi samþykkt og óskar nefndin jafnframt eftir viðræðum við Síldarvinnsluna um endurskipulagningu á lóðarstærðum í ljósi þess að ofangreindar byggingar verði fjarlægðar.