Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

293. fundur 04. janúar 2023 kl. 16:00 - 16:45 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir varamaður, D lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar

2.Breyting á deiliskipulagi Snorragötu

Málsnúmer 2210107Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Snorragötu dagsett 2. desember 2022, sem unnin er samhliða deiliskipulagi þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar. Tillagan var kynnt á íbúafundi þann 16. nóvember 2022. Einnig lagt fram minnisblað hönnuðar vegna breytinga á gatnamótum Snorragötu og Norðurtúns þar sem fyrirhuguðu hringtorgi er breytt í T-gatnamót.
Samþykkt
Nefndin leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag fyrir brimbrettaaðstöðu

Málsnúmer 2208059Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag brimbrettaaðstöðu á Brimnestungu í Ólafsfirði.
Samþykkt
Tæknideild falið að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

4.Skógarstígur 10

Málsnúmer 2010039Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags fyrir lóðina Skógarstíg 10 á Saurbæjarási. Breytingin felst í því að byggingarreitur stækkar um 8 metra til suðurs, hámarksbyggingarmagn er enn það sama.
Samþykkt
Nefndin samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu og felur tæknideild að birta auglýsingu um samþykki hennar skv. 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda fellur nefndin frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr. 44.gr skipulagslaga.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Ægisgata 6 Ólafsfirði

Málsnúmer 2212028Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 13.12.2022 þar sem Lúðvík Freyr Sverrisson sækir um leyfi fyrir byggingu stálgrindarhúss á Ægisgötu 6 í samræmi við meðfylgjandi aðaluppdrætti dags. 9.12.2022.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað.

6.Umsókn um byggingarleyfi - Brimnesvegur 18 Ólafsfirði

Málsnúmer 2212029Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 14.12.2022 þar sem Jónína M. Friðriksdóttir sækir um leyfi fyrir viðbyggingu og lagfæringu utanhúss í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að grenndarkynna breytinguna í samræmi við 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Fossvegur 10 Siglufirði

Málsnúmer 2212021Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Atli Már Markússon og Oddný Inga Hólmsteinsdóttir sækja um endurnýjun lóðarleigusamnings við Fossveg 10, Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags.20.12.2022.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hverfisgata 8 Siglufirði

Málsnúmer 2212053Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Þórarinn Hjörtur Ævarsson og Barbara Ösp Ómarsdóttir sækja um endurnýjun lóðarleigusamnings við Hverfisgötu 8, Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags.29.12.2022.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

9.Skil á lóð - Ráeyrarvegur 4

Málsnúmer 2106057Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Brent Ozar dagsett 5.desember 2022 þar sem frístundalóð við Ráeyrarveg 4 er skilað aftur inn til sveitarfélagsins. Lóðarúthlutunargjald hefur verið endurgreitt í samræmi við 9.gr. í samþykkt um frístundalóðir í landi Fjallabyggðar.
Samþykkt
Erindi samþykkt, lóðin Ráeyrarvegur 4 er laus til úthlutunar.

10.Umsókn um leyfi fyrir hleðslustöðvum

Málsnúmer 2212035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Róberti Guðfinnssyni f.h. Selvíkur ehf. dagsett 15.desember 2022. Í erindinu er óskað eftir samþykki Fjallabyggðar fyrir fjórum hraðhleðslustöðvum á bílastæðalóð Selvíkur við Snorragötu 4 sem settar verða upp í samstarfi við HS orku og tæknifyrirtækið InstaVolt. Einnig mun Selvík ehf. setja upp 6 einfaldar hleðslustöðvar á bílastæðalóð Sigló Hótel við Snorragötu 6A.
Samþykkt
Nefndin hefur yfirfarið erindið og gerir engar athugasemdir við það. Engar kvaðir eru í gildandi lóðarleigusamning Snorragötu 4 varðandi starfsemi rafhleðslustöðva á lóðinni, sem samræmist vel núgildandi deiliskipulagi þar sem lóðin er skilgreind sem bílastæðalóð. Þetta á einnig við um lóðina Snorragötu 6A.

11.Vegrið á Hornbrekkuveg

Málsnúmer 2212007Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Björns Þórs Ólafssonar dags. 5.12.2022. Í erindinu er komið á framfæri þeirri hættu sem getur skapast við Hornbrekkuveg 8 í Ólafsfirði þar sem gangsétt endar og gata þrengist. Sjálfur lenti Björn í óhappi nýlega og mildi að ekki fór verr. Mikil fallhæð er frá götunni og niður á aðliggjandi lóð og ekkert vegrið sem kemur í veg fyrir óhöpp þar sem fólk eða bílar fari þarna fram af.
Samþykkt
Nefndin þakkar fyrir ábendinguna og felur tæknideild að skoða málið nánar og koma með tillögu að lausn á málinu.

12.Götuheiti á malarvellinum

Málsnúmer 2212043Vakta málsnúmer

Dagana 16.-28. desember sl. var opnað fyrir tillögur frá almenningi um götuheiti nýrrar götu á malarvellinum þar sem áformað er að hefja framkvæmdir við nýbyggingar á árinu. Alls bárust 142 tillögur.
Samþykkt
Nefndin þakkar öllum þeim sem lögðu sveitarfélaginu lið í að finna nafn á nýja götu á Siglufirði. Lagt er til að gatan fái heitið Vallarbraut.

13.Sorphirðudagatal 2023

Málsnúmer 2212051Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar sorphirðudagatal fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Fundardagatal nefnda 2023

Málsnúmer 2212052Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundardagatal nefnda fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:45.