Vegrið á Hornbrekkuveg

Málsnúmer 2212007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 04.01.2023

Lagt fram erindi Björns Þórs Ólafssonar dags. 5.12.2022. Í erindinu er komið á framfæri þeirri hættu sem getur skapast við Hornbrekkuveg 8 í Ólafsfirði þar sem gangsétt endar og gata þrengist. Sjálfur lenti Björn í óhappi nýlega og mildi að ekki fór verr. Mikil fallhæð er frá götunni og niður á aðliggjandi lóð og ekkert vegrið sem kemur í veg fyrir óhöpp þar sem fólk eða bílar fari þarna fram af.
Samþykkt
Nefndin þakkar fyrir ábendinguna og felur tæknideild að skoða málið nánar og koma með tillögu að lausn á málinu.