Umsókn um lóð fyrir frístundahús

Málsnúmer 2010039

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 260. fundur - 28.10.2020

Með umsókn dagsettri 14. október 2020 óskar Haukur Guðmundsson eftir frístundalóðinni Skógarstíg 10 að Saurbæjarási Siglufirði.
Erindi samþykkt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269. fundur - 02.06.2021

Lagt fram erindi dagsett 11.5.2021 þar sem Haukur Guðmundsson sækir um frest til að skila inn teikningum fyrir Skógarstíg 10. Áætlað er að framkvæmdir hefjist vorið 2022.
Erindi samþykkt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 288. fundur - 07.09.2022

Lögð fram umsókn Hallgríms Þórs Sigurðssonar f.h. lóðarhafa að Skógarstíg 10 þar sem óskað er eftir breytingu á byggingarreit og mænisstefnu í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Nefndin samþykkir stækkun byggingarreits um 8 metra til suðurs en hafnar tillögu um breytta mænisstefnu og vísar til núgildandi deiliskipulags. Lóðarhafi þarf sjálfur að kosta til breytinga á deiliskipulagi vegna stækkunnar á byggingarreit.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 04.01.2023

Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags fyrir lóðina Skógarstíg 10 á Saurbæjarási. Breytingin felst í því að byggingarreitur stækkar um 8 metra til suðurs, hámarksbyggingarmagn er enn það sama.
Samþykkt
Nefndin samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu og felur tæknideild að birta auglýsingu um samþykki hennar skv. 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda fellur nefndin frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr. 44.gr skipulagslaga.