Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

290. fundur 01. nóvember 2022 kl. 16:00 - 17:40 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir varaformaður, D lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar

Málsnúmer 2209058Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að greinargerð og uppdráttum fyrir deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar, unnið af Herði Bjarnasyni og Iðunni Daníelsdóttur hjá Mannvit. Skipulagslýsing fyrir verkefnið var kynnt samhliða deiliskipulagi þjóðvega í þéttbýli Ólafsfjarðar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan og forsendur hennar verði kynnt á opnum íbúafundi skv. 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

2.Óveruleg breyting á deiliskipulagi Snorragötu

Málsnúmer 2210107Vakta málsnúmer

Lögð fram breytingartillaga á deiliskipulagi Snorragötu sem unnin er samhliða gerð deiliskipulags fyrir þjóðvegi i þéttbýli Siglufjarðar. Breytingin felur í sér að aðlaga skipulagsmörk svo þau skarist ekki, staðsetja gönguþveranir með miðeyjum til að draga úr umferðahraða í gegnum safnasvæðið og gera ráð fyrir göngustíg austan Snorragötu frá Norðurtúni að Norðurtanga. Einnig er aðkomu að Sigló Hótel breytt skv. núverandi útfærslu sem gildandi deiliskipulag hafði ekki gert ráð fyrir.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði kynnt á opnum íbúafundi samhliða tillögu deiliskipulags þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar.

3.Deiliskipulag lóða undir smáhýsi í Skarðsdal

Málsnúmer 2009001Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag fyrir þjónustuhús og smáhýsi við Skarðsveg á Siglufirði. Deiliskipulagið kallar á breytingu á aðalskipulagi og er sú breyting einnig kynnt í skipulagslýsingunni. Deiliskipulagið er unnið af Basalt arkitektum fyrir Vernharð Skarphéðinsson en breyting á aðalskipulagi verður í höndum Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga f.h. Fjallabyggðar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt íbúum og umsagnaraðilum í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Afstaða til endurskoðunar aðalskipulags Fjallabyggðar

Málsnúmer 2210024Vakta málsnúmer

Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins í upphafi nýs kjörtímabils. Skal ákvörðun sveitarstjórnar liggja fyrir innan 12 mánaða frá kosningum og skal niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun jafnskjótt og hún liggur fyrir.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032 var staðfest þann 24.maí sl. og telur nefndin því ekki ástæðu til endurskoðunar aðalskipulags að þessu sinni.

5.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hafnartún 4 Siglufirði

Málsnúmer 2210025Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Jakob Auðun Sindrason sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings við Hafnartún 4, Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags.12.10.2022.
Samþykkt
Erindi samþykkt með fyrirvara um samþykki eiganda neðri hæðar.

6.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hlíðarvegur 22 Siglufirði

Málsnúmer 2210028Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Hanna Björnsdóttir og Björn G. Haraldsson sækja um endurnýjun lóðarleigusamnings við Hliðarveg 22, Siglufirði.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Kirkjustígur 1

Málsnúmer 2210046Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem Stefán Júlíusson sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings við Kirkjustíg 1, Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags.26.10.2022.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um stækkun lóðar við Hornbrekkuveg 13 í Ólafsfirði

Málsnúmer 2209033Vakta málsnúmer

Lagt fram lóðarblað dags. 7.10.2022 ásamt lóðarmarkayfirlýsingu vegna stækkunnar Hornbrekkuvegar 13 í Ólafsfirði.
Samþykkt
Samþykkt.

9.Lagfæring lóðarmarka við Lindargötu 11

Málsnúmer 2210027Vakta málsnúmer

Lagt fram lóðarblað og lóðarmarkayfirlýsing fyrir Lindargötu 11 á Siglufirði dags. 12.10.2022 þar sem lóðarmörk eru lagfærð með tillit til bílastæðis sem fylgir Suðurgötu 16. Einnig lagður fram tölvupóstur þar sem samþykki lóðarhafa Lindargötu 11 fyrir breytingunni kemur fram.
Samþykkt
Nefndin samþykkir breytinguna.

10.Aðkoma bíla á álagstíma við Grunnskólann á Tjarnarstíg

Málsnúmer 2210055Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Auðar Kapitolu Einarsdóttur þar sem fjallað er um umferðaröngþveiti sem getur skapast á álagstíma á morgnana við Grunnskólann á Tjarnarstíg í Ólafsfirði.
Nefndin þakkar fyrir góða ábendingu og mun skoða málið nánar með tæknideild.

11.Erindi vegna samnings fyrir tómstundabændur frá 2016

Málsnúmer 2209048Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Haraldar Björnssonar, dags. 21.09.2022 um fjallskil í Fjallabyggð. Í erindinu segir Haraldur upp frístundasamning frá ágúst 2016 og óskar eftir skýringu á hárri upphæð sem sveitarfélagið greiðir til fljótamanna fyrir smalamennsku.
Samningurinn sem vísað er í er samningur um fjallskil í Héðinsfirði frá 31.ágúst 2016 sem gerður var á milli Fjallskiladeildar Austur-Fljóta og starfshóps um fjallskil í Fjallabyggð. Einstaklingar sem ekki eru aðilar að samningnum hafa ekki heimild til riftunar á honum. Í samningnum kemur fram að Fjallabyggð greiði Fjallskiladeild Austur-Fljóta allt að 21 dagsverk fyrir að sjá um göngur í Héðinsfirði eða allt að 252.000kr sem er töluvert lægri upphæð en talið er upp í erindinu.

12.Betri Fjallabyggð - samráðsvettvangur íbúa

Málsnúmer 2210033Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað skipulags- og tæknifulltrúa dags. 14.10.2022 þar sem fjallað er um samráðsvettvang sveitarfélagsins og íbúa og lagt til að notast verði við kerfi Betra Íslands og hefja með því samráð við íbúa varðandi umhverfisverkefni sveitarfélagsins.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin þakkar fyrir vel unnið minnisblað og vísar málinu til bæjarráðs.

13.Vegna hundareinsunar og meðferð sláturúrgangs

Málsnúmer 2210110Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra þar sem þeim tilmælum er beint til aðildarsveitarfélaga að ítreka mikilvægi þess að eigendur hunda láti ormahreinsa þá og að sveitarfélögin auglýsi árlega hundahreinsun í lok sláturtíðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu sníkjudýra.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:40.