Betri Fjallabyggð - samráðsvettvangur íbúa

Málsnúmer 2210033

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 290. fundur - 01.11.2022

Lagt fram minnisblað skipulags- og tæknifulltrúa dags. 14.10.2022 þar sem fjallað er um samráðsvettvang sveitarfélagsins og íbúa og lagt til að notast verði við kerfi Betra Íslands og hefja með því samráð við íbúa varðandi umhverfisverkefni sveitarfélagsins.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin þakkar fyrir vel unnið minnisblað og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 766. fundur - 08.11.2022

Lagt fram minnisblað skipulags- og tæknifulltrúa dags. 14.10.2022 þar sem fjallað er um samráðsvettvang sveitarfélagsins og íbúa og lagt til að notast verði við kerfi Betra Íslands og hefja með því samráð við íbúa varðandi umhverfisverkefni sveitarfélagsins.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar fyrir minnisblaðið og líst vel á verkefnið. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að haldið verði áfram með verkefnið. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023. Drögum að reglum er vísað til umræðu í bæjarstjórn.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 35. fundur - 25.01.2023

Fegrum Fjallabyggð er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri verkefna í nærumhverfi íbúa í Fjallabyggð. Verkefnið hófst í janúar 2023 og lýkur að hausti 2024. Markmiðið er að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku.
Lagt fram til kynningar
Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi Fjallabyggðar var gestur fundarins. Hún kynnti fundarmönnum verkefnið Fegrum Fjallabyggð og hvatti þá til að senda inn hugmyndir. Opið er fyrir hugmyndir til 1. febrúar nk. Ungmennaráð þakkar Írisi fyrir góða kynningu og lýsir yfir ánægju með skemmtilegt og flott verkefni.