Bæjarráð Fjallabyggðar

766. fundur 08. nóvember 2022 kl. 08:15 - 08:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Erindi frá Hestamannafélaginu Glæsi - bréf frá lögmannsstofunni Lex.

Málsnúmer 2204089Vakta málsnúmer

Lögð fram minnisblöð deildarstjóra tæknideildar vegna kostnaðarmats á tillögum hestamannafélagsins Glæsis.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð telur að samningur á milli sveitarfélagsins og Glæsis frá árinu 2013 sé að fullu uppfylltur. Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn félagsins.

2.Betri Fjallabyggð - samráðsvettvangur íbúa

Málsnúmer 2210033Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað skipulags- og tæknifulltrúa dags. 14.10.2022 þar sem fjallað er um samráðsvettvang sveitarfélagsins og íbúa og lagt til að notast verði við kerfi Betra Íslands og hefja með því samráð við íbúa varðandi umhverfisverkefni sveitarfélagsins.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar fyrir minnisblaðið og líst vel á verkefnið. Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti að haldið verði áfram með verkefnið. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023. Drögum að reglum er vísað til umræðu í bæjarstjórn.

3.Staðgreiðsla tímabils - 2022

Málsnúmer 2202018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu ásamt rekstrarreikningi fyrir janúar til október 2022. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 1.157.861.564,- eða 104,9% af tímabilsáætlun 2022.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Launayfirlit tímabils - 2022

Málsnúmer 2202017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað og kostnað vegna langtímaveikinda frá janúar til október 2022.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

5.Pálshús - framkvæmdastyrkur 2022

Málsnúmer 2110150Vakta málsnúmer

Í erindi Fjallasala ses. um framkvæmdastyrk í Undraveröld Pálshúss, dagsettu 27.10.2021 var lögð fram beiðni um 3.000.000 kr. framkvæmdastyrk vegna uppbyggingu kjallara hússins þar sem ætlunin er að gera ævintýraheim barnanna, Undraveröld Pálshúss. Erindið var tekið fyrir á 717. fundi bæjarráðs, þar sem samþykkt var að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Þann 25.11.2021 tók bæjarráð erindi til afgreiðslu sem vísað hafði verið til gerðar fjárhagsáætlunar og bókað þá:
Bæjarráð samþykkir að veita Pálshúsi framkvæmdarstyrk á árinu 2022 að upphæð kr. 500.000.- að því uppfylltu að Pálshús nái að fjármagna verkefnið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að heimila útgreiðslu styrksins, kr. 500.000.

6.Sérstakur stuðningur Fjallabyggðar við einstaklinga sem vinna við Leikskóla Fjallabyggðar og eru jafnramt í námi í leikskólafræðum

Málsnúmer 2211046Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga bæjarstjóra Fjallabyggðar, dags. 04.11.2022 um sérstakan stuðning Fjallabyggðar við einstaklinga sem vinna við Leikskóla Fjallabyggðar og eru jafnframt í námi í leikskólafræðum.
Vísað til nefndar
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslu- og frístundanefndar til umfjöllunar.

7.Umhverfisverðlaun Fjallabyggðar

Málsnúmer 2211045Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga bæjarstjóra, dags. 04.11.2022, um umhverfisverðlaun Fjallabyggðar.
Vísað til nefndar
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar.

8.Samstarfssamningur milli Fjallabyggðar og Skógræktarfélags Siglufjarðar

Málsnúmer 2211040Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skógræktarfélags Siglufjarðar, dags. 27.10.2022 um endurskoðun og endurnýjun á samstarfssamningi félagsins við Fjallabyggð.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar.

9.Boð á seinna aukaþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.

Málsnúmer 2211043Vakta málsnúmer

Lagt fram dreifibréf frá framkvæmdastjóra SSNE, sem inniheldur formlegt boð á rafrænt aukaþing SSNE sem haldið verður 2. desember nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Fulltrúar sveitarfélagsins á þinginu eru Arnar Þór Stefánsson, Tómas A. Einarsson og Helgi Jóhannsson.

10.Byggðaþróun og atvinnuráðgjöf á landsbyggðinni - sameiginlegt minnisblað landshlutasamtakanna á landsbyggðinni.

Málsnúmer 2211036Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað landshlutasamtaka sveitarfélaga á landsbyggðinni vegna byggðaþróunnar og atvinnuráðgjafar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Samráð um frumvarp til breytinga á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga

Málsnúmer 2211047Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til breytinga á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga. Tilgangur frumvarpsins er að leggja til lágmarksbreytingar á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga og öðrum lögum sem miða að því að færa innheimtu meðlaga frá sveitarfélögum til ríkisins.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2022

Málsnúmer 2201001Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram fundargerðir 290. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar og 33. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:55.