Pálshús - framkvæmdastyrkur 2022

Málsnúmer 2110150

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 717. fundur - 04.11.2021

Fram er lagt erindi Þorsteins Ásgeirssonar f.h. Fjallasala ses. dags. 27. október 2021 ásamt fylgiskjali. Í erindinu óska Fjallasalir eftir styrk að fjárhæð 3 millj.kr. til uppbyggingar sýningaraðstöðu í Pálshúsi.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 766. fundur - 08.11.2022

Helgi Jóhannsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Í erindi Fjallasala ses. um framkvæmdastyrk í Undraveröld Pálshúss, dagsettu 27.10.2021 var lögð fram beiðni um 3.000.000 kr. framkvæmdastyrk vegna uppbyggingu kjallara hússins þar sem ætlunin er að gera ævintýraheim barnanna, Undraveröld Pálshúss. Erindið var tekið fyrir á 717. fundi bæjarráðs, þar sem samþykkt var að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Þann 25.11.2021 tók bæjarráð erindi til afgreiðslu sem vísað hafði verið til gerðar fjárhagsáætlunar og bókað þá:
Bæjarráð samþykkir að veita Pálshúsi framkvæmdarstyrk á árinu 2022 að upphæð kr. 500.000.- að því uppfylltu að Pálshús nái að fjármagna verkefnið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að heimila útgreiðslu styrksins, kr. 500.000.