Hafnarstjórn Fjallabyggðar

32. fundur 18. maí 2011 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sverrir Sveinsson formaður
  • Þorsteinn Ásgeirsson aðalmaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Sveinn Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Sigurður Helgi Sigurðsson Yfirhafnarvörður
  • Gunnar Reynir Kristinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Hafnsækin starfsemi í Fjallabyggð

Málsnúmer 1103010Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram tillögu bæjarráðs um að setja upp verkefnastjórn og vinnuhóp til að takast á við hafnsækna starfsemi í Fjallabyggð.

Um er að ræða verkefnastjórn á vegum atvinnuþróunarfélagsins og vinnuhóp heimamanna.

Hanarstjórn gerir ekki athugasemdir við framkomnar tillögur.

Lagt fram til kynningar.

2.Olíuafgreiðslutankur austan við afgreiðslutank Skeljungs við Ólafsfjarðarhöfn

Málsnúmer 1105023Vakta málsnúmer

Jón Andrés Hinriksson fyrir hönd Olíuverslunar Íslands sækir um olíuafgreiðslutank við Ólafsfjarðarhöfn.

Hafnarstjórn samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti, en vísar málinu til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd.

3.Trébryggja við austurkant smábátahafnar, ástandsskoðun

Málsnúmer 1105050Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dags. 03.05.2011 frá Siglingastofnun um ástandsskoðun á austurkanti smábátabryggju á Siglufirði.

Fram kemur m.a. að bryggjan er 30 ára og varasamt er að ganga um hana og aðeins minnstu bátar ættu að hafa þar viðlegu.

Fram kom hjá yfirhafnarverði að endurbygging kostaði um kr. 400 þúsund meterinn og er því heildarkostnaður áætlaður um 20 mkr.

Höfnin á staura í undirstöður og er sú eign metin á um 4 mkr.

Hafnarstjórn leggur til að bryggjan verði rifin og endurbyggð í haust, en að sumarið verði notað til að kalla eftir kostnaðaráætlun og kanna með fjármögnun. 

4.Upplýsingar um landaðan afla á árinu 2011

Málsnúmer 1105051Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður fór yfir aflatölur síðustu þriggja ára í Fjallabyggð.

Landaður afli á Ólafsfirði var á árinu 2010 4.183.618 kg. í 886 löndunum.

Landaður afli á Siglufirði var á árinu 2010 9.585.011 kg. í 2323 löndunum.

Samtals afli á land í Fjallabyggð 13.700 tonn.

Lagt fram til kynningar.

5.Úttekt á slysavörnum í höfnum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1102153Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Siglingastofnun frá 11.04.2011 er varðar ástandskoðun á öryggisbúnaði hafna í Fjallabyggð.

Fram kemur í bréfinu að Siglingastofnun hefur móttekið bréf hafnarstjóra dags. 07.04.2011.

Siglingastofnun lýsir yfir ánægju með hve fljótt og vel hefur verið brugðist við þeim athugasemdum sem gerðar voru við ástandsskoðun hafna 23.03.2011.

Lagt fram til kynningar.

6.Lokun hafnarsvæða - maí

Málsnúmer 1105061Vakta málsnúmer

Mikli umræða fór í að ræða öryggismál á hafnarsvæðinu út frá aukinni umferð ökutækja og gangandi vegfarenda.

Hafnarstjórn lagði til að sett yrði frekari takmörkun á umferð hafnarsvæða til reynslu frá kl. 14.00 til 18.00 fram til haustsins.

 

Yfirhafnarverði falið að láta útbúa slíkt skilti hið fyrsta.

7.Vaktarfyrirkomulag hafnarstarfsmanna maí

Málsnúmer 1105059Vakta málsnúmer

Unnið er eftir óbreyttu vaktafyrirkomulagi.

Nýtt vaktafyrirkomulag verður lagt fram í haust.

8.Staða verkefna

Málsnúmer 1102147Vakta málsnúmer

Farið var yfir þau verkefni sem hafa verið í vinnslu frá síðasta fundi.

1. Ráðuneytið mun taka aflagjöld á grásleppu til skoðunar fyrir næstu vertíð.

2. Ósk um upplýsingar um laun hafnarstarfsmanna kom til umræðu.

Hafnarstjóri mun á næsta fundi upplýsa um ráðningakjör þeirra. Allir launasamningar eru byggðir á samningum Launanefndar sambands ísl. sveitarfélaga.

3. Gámar á Siglufirði. Fram kom hjá yfirhafnarverði að umgengni um gámana hefur breyst en þeir hafa hins vegar ekki verið læstir. Skoða á málið eftir sumarið en ábendingar komu fram um að læsa þeim eftir venjulegan vinnudag.

4. Frestun hefur orðið á dýpismælingum í Ólafsfirði vegna bilunar í mælingabát Siglingastofnunar.

5. Flotbryggja í Ólafsfirði verður færð nú í maí.

6. Löndunarkrani fyrir Ólafsjarðarhöfn er á leið til landsins.

7. Unnið er að umhverfisstefnu hafnarinnar.

8. Upplýsingar um fjölda strandveiðibáta liggur ekki fyrir.

9.Fundir deildarstjóra Fjallabyggðar 2011

Málsnúmer 1105018Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri/bæjarstjóri gerði grein fyrir minnispunktum deildarstjóra, en þeir voru lagðir fram til upplýsinga.

10.Fundargerð 336. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 10. mars 2011

Málsnúmer 1104016Vakta málsnúmer

Fundargerð Hafnarsambandsins frá 10 mars lögð fram til kynningar.

 

Í upphafi fundar lýsti nýr formaður hafnarstjórnar yfir ánægju sinni með að vera kominn til starfa með nefndarmönnum og í lok fundar ræddi hann um sína sýn á uppbyggingu hafna í Fjallabyggð. Nokkrar umræður urðu um framtíðaruppbyggingu hafna í Fjallabyggð.

Fundi slitið - kl. 19:00.