1.1
1704081
Deiliskipulag malarvallarins
Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017
Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi kynnti drög að deiliskipulagi á malarvellinum á Siglufirði.
Bæjarráð felur tæknifulltrúa að þróa hugmyndina enn frekar og kynna bæjarráði niðurstöðuna.
Bókun fundar
Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
1.2
1708035
Starf forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns
Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017
Deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála situr fundinn undir þessum lið.
Starf forstöðumanns Bókasafns Fjallabyggar.
Fjórar umsóknir bárust um starf forstöðumanns Bókasafns Fjallabyggðar en umsóknarfrestur rann út þann 4. september sl.
Umsækjendur eru:
Anna Bryndís Sigurðardóttir, sérfræðingur.
Birgitta Þorsteinsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu.
Bylgja Hafþórsdóttir, þjónustufulltrúi.
Valdimar O. Hermannsson, verkefnastjóri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að taka viðtöl við umsækjendur og leggja fram tillögu til bæjarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
1.3
1410044
Samstarf með Dalvíkurbyggð - tónskóli
Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017
Deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála situr fundinn undir þessum lið.
Tekin fyrir tillaga skólanefndar Tónskólans á Tröllaskaga að gjaldskrá skólans, skólaárið 2017-2018.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
1.4
1702038
Launayfirlit tímabils 2017
Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017
Lagt fram launayfirlit tímabilsins janúar-ágúst 2017.
Bókun fundar
Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
1.5
1708057
Almenningssamgöngur á vegum Eyþings á milli byggðakjarna
Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017
Bæjarstjóri fór yfir stöðu í rekstri almenningssamgangna á vegum Eyþings. Málið verður tekið fyrir á næsta stjórnarfundi Eyþings.
Bókun fundar
Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
1.6
1706014
Útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð 2017- 2020
Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017
Undir þessum lið sat deildarstjóri tæknideildar.
Opnun tilboða í snjómokstur og hálkuvarnir í Fjallabyggð árin 2017-2020 fór fram 4. september sl.
Eftirfarandi verktakar buðu í snjómokstur og hálkuvarnir í Ólafsfirði:
Árni Helgason ehf.
Magnús Þorgeirsson ehf.
Smári ehf.
Í snjómokstur og hálkuvarnir á Siglufirði barst eitt tilboð frá Bás ehf.
Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar fyrir næsta fund bæjarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
1.7
1709035
Göngustígar í Fjallabyggð
Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017
Deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið og fór yfir stöðu framkvæmda við gerð göngustíga í Fjallabyggð árið 2017.
Bókun fundar
Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
1.8
1709008
Nýtt fiskveiðiár 2017/2018 - aflamarki úthlutað
Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017
Lagt fram til kynningar upplýsingar um úthlutun aflamarks á fiskveiðiárinu 2017/2018.
Það skip sem fær úthlutað mestu aflamarki er Sólberg ÓF 1, en það fær 9176 þorskígildistonn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
1.9
1609042
Ísland ljóstengt - Upplýsingar vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga
Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017
Tekið fyrir erindi frá Innanríkisráðuneytinu vegna verkefnisins Ísland ljóstengt. Þar kemur fram að undirbúningur sé hafinn að verkefninu fyrir árið 2018. Eru áhugasöm sveitarfélög hvött til þess að sækja um.
Í byrjun þessa árs óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um stöðu ljósleiðaratengingu í Fjallabyggð. Í henni kemur fram að 10 lögheimili í dreifbýli Fjallabyggðar séu ótengd við ljósnet/ljósleiðara. Fyrir hverja tengingu sem er styrkhæf þarf Fjallabyggð að leggja fram 350.000 kr.
Bæjarráð lítur málið jákvæðum augum og felur deildarstjóra tæknideildar að senda inn styrkumsókn. Gert er ráð fyrir að niðurstaða úthlutunar liggi fyrir í lok október/byrjun nóvember. Hljóti Fjallabyggð styrk samþykkir bæjarráð að gert verði ráð fyrir ofangreindum kostnaði í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.
Bókun fundar
Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
1.10
1709007
Snjóflóðavarnir Siglufirði, uppsetning stoðvirkja - skilamat
Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017
Lagt fram til kynningar erindi frá Framkvæmdasýslu ríkisins, þar sem er upplýst að skilamat um snjóflóðavarnir á Siglufirði, uppsetning stoðvirkja, 2. áfangi, hafi verið gefið út á vef Framkvæmdasýslunnar. Skilamatið má finna á slóðinni: http://www.fsr.is/utgefid-efni/skilamot/
Bókun fundar
Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
1.11
1709019
Ágangur búfjár í landi Brimnes í Ólafsfirði
Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017
Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið af fundi.
Tekið fyrir erindi frá Sigurjóni Magnússyni, Ólafsfirði, þar sem þess er krafist að Fjallabyggð bregðist við ágangi búfjár og sjái til þess að eigendur búfjárins eða starfsmenn Fjallabyggðar reki það í burtu af lóð hans. Þá er þess krafist að Fjallabyggð girði þéttbýlið af.
Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
1.12
1709042
Endurnýjun strenglagnar Rarik í gegnum Hólkot, Ólafsfirði.
Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017
Tekið fyrir erindi frá RARIK þar sem kemur fram að í haust áætli RARIK að hefja vinnu við að leggja jarðstreng frá Hornbrekku að Hólkoti í Ólafsfirði. Verkið verður unnið í samstarfi með hitaveitu Norðurorku. Áætlað er að ljúka við strenglögnina í september og október, ef veður leyfir, en spennistöðvar verða settar upp síðar. Óskað er eftir góðu samstarfi við sveitarfélagið.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita samkomulag við Rarik.
Bókun fundar
Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
1.13
1701004
Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2017
Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017
Fundargerðir lagðar fram til kynningar,
91. fundur Hafnarstjórnar Fjallabyggðar sem haldinn var 4.september 2017.
42. fundur Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar sem haldinn var 4. september 2017.
1. fundur Stjórnar Hornbrekku sem haldinn var 6. september 2017.
35. fundur yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar sem haldinn var 8. september 2017.
217. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar sem haldinn var mánudaginn 11. september 2017.
Bókun fundar
Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
1.14
1611031
Fundargerðir Tónlistarskólans á Tröllaskaga
Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
1.15
1701007
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2017
Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12. september 2017
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 518. fundar bæjarráðs staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.