Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017
Málsnúmer 1709005F
Vakta málsnúmer
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017
Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir miðbæ Siglufjarðar sem auglýst var frá 10. júlí - 21. ágúst 2017. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands dags. 14. júní 2017, Vegagerðinni 18. ágúst 2017 og Umhverfisstofnun dags. 31. ágúst 2017. Athugasemdir bárust frá eigendum Fiskbúðar Fjallabyggðar dags. 20. ágúst 2017.
Umræða tekin um athugasemdir og umferðaröryggismat Vegagerðarinnar. Lögð fram tillaga að svarbréfi við athugasemdum.
Nefndin samþykkir tillögu að svarbréfi og áorðnum breytingum á skipulagsuppdrætti í samræmi við umferðaröryggismat Vegagerðarinnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Hornbrekkubótar. Tillagan var grenndarkynnt Brimnes ehf. í samræmi við 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagðar fram athugasemdir forsvarsmanna Brimnes Hótels og tillaga að svarbréfi nefndarinnar.
Nefndin samþykkir tillögu að svarbréfi og óverulega breytingu á deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017
Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008 - 2028.
Tæknideild er falið að kynna efni lýsingarinnar með dreifibréfi og opna þannig á samráð við íbúa.
Bókun fundar
Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017
Lagt fram erindi Sigurvins - áhugamannafélags um minningu Gústa guðmsmanns á Siglufirði, dags. 15. ágúst 2017 ásamt kostnaðaráætlun. Óskað er eftir því að styttu af Gústa guðsmanni verði fundinn staður í deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar. Áætlað er að styttan verði tilbúin á næsta ári.
Einnig lagt fram að nýju bréf frá Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, Anitu Elefsen, Brynju Baldursdóttur, Guðnýju Róbertsdóttur, Hálfdáni Sveinssyni, Jóni Steinari Ragnarssyni, Sigurði Hlöðvessyni, Sigurði Ægissyni, Þórarni Hannessyni og Örlygi Kristfinnssyni, dags. 10. ágúst 2017, þar sem sjónarmiðum vegna mögulegrar gerðar styttu af Gústa guðsmanni er komið á framfæri við bæjarráð og skipulags- og umhverfisnefnd.
Tæknideild falið að afla upplýsinga um útlit og umfang styttunnar fyrir næsta fund nefndarinnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017
Lögð fram umsókn GBess ehf. um lóð við Gránugötu 12, Siglufirði.
Nefndin samþykkir úthlutun á lóð fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017
Lögð fram drög að endurnýjun lóðarleigusamnings ásamt lóðarblaði og lóðarmarkayfirlýsingu fyrir Túngötu 11, Siglufirði. Núverandi lóðarleigusamningur er útrunninn.
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017
Lögð fram afstöðumynd af landamerkjum Vatnsenda í Ólafsfirði, dags. 1. september 2017.
Nefndin samþykkir framlagða afstöðumynd fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017
Lögð fram athugasemd íbúa við Hvanneyrarbraut vegna umferðar við Hvanneyrarbraut 22b - 36.
Nefndin þakkar fyrir framlagðar athugasemdir og mun taka þær til skoðunar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017
Lögð fram tillaga deildarstjóra tæknideildar að staðsetningu tveggja umferðar-broskalla í sveitarfélaginu.
Nefndin samþykkir framlagða tillögu.
Bókun fundar
Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 217. fundur - 11. september 2017
Lögð fram drög að samþykkt um hænsnahald í Fjallabyggð.
Nefndin samþykkir efni samþykktar um hænsnahald.
Bókun fundar
Afgreiðsla 217. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 149. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.