Stjórn Hornbrekku

1. fundur 06. september 2017 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Rósa Jónsdóttir aðalmaður, B lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir varamaður, S lista
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Drengskaparheit um þagnarskyldu

Málsnúmer 1709013Vakta málsnúmer

Fundarmenn undirrituðu drengskaparheit um þagnarskyldu.

2.Erindisbréf stjórnar Hornbrekku 2017

Málsnúmer 1709012Vakta málsnúmer

Erindisbréf stjórnar Hornbrekku lagt fram til kynningar.

3.Rammasamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila

Málsnúmer 1709014Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila. Samningurinn tekur til þjónustu hjúkrunar- og dvalarheimila sem ekki eru með fastar fjárveitingar.

4.Hornbrekka Ólafsfirði - Ársreikningur 2016

Málsnúmer 1706064Vakta málsnúmer

Ársreikningur Hornbrekku hjúkrunar- og dvalarheimilis fyrir árið 2016 lagður fram til kynningar. Hagnaður varð á rekstri stofnunarinnar á árinu 2016 að fjárhæð 3,5 millj. kr. samkvæmt ársreikningi.

5.Starfsemi Hornbrekku

Málsnúmer 1709015Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt frá Elísu Rán Ingvarsdóttur, hjúkrunarforstjóra og forstöðumanni Hornbrekku um nauðsynlegar úrbætur á aðstöðu og búnaði stofnunarinnar. Hjúkrunarforstjóri hefur forgangsraðað þeim búnaði og tækjum sem þarfnast helst endurnýjunar við. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til endurnýjunar á þeim tækjum sem orðin voru ónothæf. Í máli Elísu kom einnig fram að fara þarf yfir vinnufyrirkomulag og verkferla innan stofnunarinnar. Í þessu sambandi fór Elísa yfir helstu áhersluatriði í tillögum vinnuhóps starfsmanna Hornbrekku um úrbætur í starfi og aðstöðu stofnunarinnar. Samþykkt er að boða vinnuhópinn á næsta fund stjórnar.
Stjórn Hornbrekku samþykkir að fara í vettvangsferð á Hornbrekku.
Rósa vék af fundi kl. 17:50. Steinunn María vék af fundi kl. 17:55.

Fundi slitið - kl. 18:30.