Bæjarstjórn Fjallabyggðar

203. fundur 16. júní 2021 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 695. fundur - 11. maí 2021.

Málsnúmer 2105003FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 13 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 695. fundur - 11. maí 2021. Bæjarráð samþykkir að á árinu 2021 verði nýliðun í slökkviliði Fjallabyggðar samtals 6 slökkviliðsmenn, 3 í hvorum byggðarkjarna og vísar áætluðum kostnaði, vegna launa, menntunar og búnaðar, kr. 3.128.886 til viðauka nr.15/2021 við fjárhagsáætlun 2021 sem bókfærist á málaflokk 07210, lykil 2913 kr. 1.476.744.-, málaflokk 07210, lykill 4280 kr. 991.674.-, málaflokk 07210 lykil 1110 kr. 521.886.-, málaflokk 07210, lykil 1890 kr. 138.582.

    Bæjarráð felur slökkviliðsstjóra að uppfæra brunavarnaráætlun sveitarfélagsins og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson, Nanna Árnadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Elías Pétursson.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.4 2104003 Trilludagar 2021
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 695. fundur - 11. maí 2021. Bæjarráð samþykkir að aflýsa Trilludögum þetta árið og að fjármunum sem ætlað var í hátíðina verði varið að hluta til undirbúnings Trilludaga árið 2022 og að tækifæri verði nýtt til að setja á „popp up“ viðburði eins og lagt er til í vinnuskjali. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Nanna Árnadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir, Elías Pétursson og Helga Helgadóttir.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 695. fundur - 11. maí 2021. Bæjarráð fagnar áformum SSNE um ráðningu verkefnastjóra atvinnuþróunar og nýsköpunar og að starfstöð á Tröllaskaga verði í Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir kostnað vegna 20% stöðugildis og að lögð verði til skrifstofuaðstaða í starfstöð Bókasafns Fjallabyggðar að Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 696. fundur - 18. maí 2021.

Málsnúmer 2105008FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 697. fundur - 25. maí 2021.

Málsnúmer 2105009FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 12 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3 og 4.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson undir lið 6.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 697. fundur - 25. maí 2021. Bæjarráð samþykkir með 2 atkvæðum Jóns Valgeirs Baldurssonar H-lista og Nönnu Árnadóttur I-lista, sumarlokun Bæjarskrifstofu Fjallabyggðar eins og lagt er til í vinnuskjali og felur bæjarstjóra og deildarstjóra að vinna málið áfram. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum lið.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 697. fundur - 25. maí 2021. Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram á þeim forsendum að húsið verði byggt hið allra fyrsta. Bókun fundar Til máls tók Jón Valgeir Baldursson, Elías Pétursson og Helgi Jóhannsson.

    Helgi Jóhannsson lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd H-listans :

    H - listinn leggur til að verkefnið verði boðið aftur út hið fyrsta með verklok síðar á árinu.

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.


  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 697. fundur - 25. maí 2021. Bæjarráð samþykkir að vísa áætluðum kostnaði við endurnýjun rekstrarleyfis kr. 270.050 í viðauka nr. 16/2021 við fjárhagsáætlun ársins sem bókast á málaflokk 05610, lykill 4375 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 697. fundur - 25. maí 2021. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sölva Sölvasonar sem jafnframt er lægstbjóðandi í verkið „Gangstéttar 2021“ og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 697. fundur - 25. maí 2021. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina fyrir sitt leyti. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 698. fundur - 1. júní 2021.

Málsnúmer 2105010FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1 og 2.

Liður 6 er sér liður á dagskrá.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 698. fundur - 1. júní 2021. Bæjarráð samþykkir að sundmiði fylgi hverri gistinótt fyrir tjaldsvæðagesti á tjaldsvæði Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 698. fundur - 1. júní 2021. Bæjarráð þakkar svarið en vill árétta vilja sveitarfélagsins til viðræðna við ráðuneytið komi til breytinga á framtíðarstaðsetningu starfseininga Landhelgisgæslunnar eða stofnun nýrra. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 699. fundur - 8. júní 2021.

Málsnúmer 2106002FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 17 liðum.

Til afgreiðslu er liður 3.

Liður 6 er sér liður á dagskrá.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 699. fundur - 8. júní 2021. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Hallarinnar veitingahúss í skólamáltíðir fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárin 2021-2024 með möguleika á framlengingu 2svar 1 ár í senn og felur deildarstjóra að vinna málið áfram og undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins í samræmi við tillögur í vinnuskjali. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

6.Bæjarráð Fjallabyggðar - 700. fundur - 15.júní 2021.

Málsnúmer 2106005FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 8 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3 og 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 700. fundur - 15.júní 2021. Bæjarráð gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 700. fundur - 15.júní 2021. Bæjarráð samþykkir erindið og felur markaðs- og menningarfulltrúa að gera samning við Sýslumannsembættið um lán á 6- 8 verkum og fyrir það verði greitt eitt lántökugjald skv. reglum eins og það kemur fram í útlánareglum Fjallabyggðar.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn breytingu á útlánareglum Listasafns Fjallabyggðar sem felur það í sér að mögulegt sé að lána stofnunum fleiri en eitt verk með einum samningi og einu lántökugjaldi.
    Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

7.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 28. maí 2021.

Málsnúmer 2105007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8.Öldungaráð Fjallabyggðar - 5. fundur - 12. maí 2021.

Málsnúmer 2105005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269. fundur - 2. júní 2021.

Málsnúmer 2105011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 20 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir: 1, 2, 3, 9, 10, 11, 12, 13 og 14.

Enginn tók til máls.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269 Nefndin samþykkir framlagðar breytingar á aðalskipulagstillögunni skv. samantekt um breytingar eftir auglýsingu sem er í heftinu Skipulagsákvæði og landnotkun undir kafla 7.3.
    Nefndin hafnar tillögu hafnarstjórnar um útvíkkun hafnarsvæðis en leggur til að við gerð deiliskipulags sem liggur að hafnarsvæðum verði haft samráð við hafnarstjórn og að hún hafi umsagnarrétt við gerð deiliskipulags á þeim svæðum.

    Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032 verði samþykkt og afgreitt í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269 Minjastofnun bendir á að minjavörður þarf að kanna svæðið á vettvangi áður en framkvæmdir hefjast. Ekki reyndist mögulegt að taka svæðið út vegna snjóa á kynningartímanum. Því gerir stofnunin þá kröfu að sett verði inn þau skilyrði í greinargerð deiliskipulagsbreytingarinnar að vettvangskönnun þurfi að fara fram áður en framkvæmdir hefjast, búið er að setja það inn á uppdráttinn.

    Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269 Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 9.9 2010039 Skógarstígur 10
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269 Erindi samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269 Erindi samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269 Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að einbýlishúsalóðir austan við Bakkabyggð nr. 5 og 8 verði auglýstar til úthlutunar. Hvað varðar annan lið tillögunnar þá er það mál í vinnslu hjá tæknideild. Að síðustu leggur nefndin til við bæjarstjórn að við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022 verði gert ráð fyrir að malbika Bakkabyggð. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269 Erindi samþykkt. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269 Erindi samþykkt með fyrirvara um samþykki húsfélagsins við Hvanneyrarbraut 60. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269 Nefndin samþykkir að farið verði í eftirtalin verkefni sumarið 2021:

    Stigi settur upp á grjótgarð við Hvanneyrarkrók á Siglufirði. Endurnýja gönguleið og dvalarstað meðfram tjörninni í Ólafsfirði. Setja niður tvö útiæfingatæki, eitt í hvort þéttbýli.
    Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

10.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 76. fundur - 8. júní 2021.

Málsnúmer 2106001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tóku Helga Helgadóttir, Helgi Jóhannsson og Elías Pétursson undir lið 1.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 10. júní 2021.

Málsnúmer 2106004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.

Til afgreiðslu er liður 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 100. fundur - 10. júní 2021. Á 98. fundi Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar samþykkti nefndin að kalla eftir greinargerðum frá fræðslustofnunum í Fjallabyggð um hvernig gangi að vinna eftir Fræðslustefnu Fjallabyggðar sem samþykkt var af bæjarstjórn 18. maí 2017. Óskaði nefndin eftir að horft yrði til atriða eins og hvernig fræðslustefnan birtist í daglegu skólastarfi stofnana, samstarfi milli fræðslustofnana, hvernig gildi fræðslustefnunnar endurspeglast í starfinu og hvernig gangi að vinna að markmiðum fræðslustefnunnar. Allar fræðslustofnanir hafa skilað greinargerðum sínum. Ánægjulegt er að sjá hvernig markvisst samstarf og gildi fræðslustefnunnar endurspeglast í daglegu starfi innan fræðslustofnana eins og lýst er í greinargerðunum.
    Í greinagerð skólastjóra grunnskólans kemur fram að starf á miðstigi yrði faglega og félagslega öflugra með hagsmuni nemenda að leiðarljósi ef miðstigið yrði sameinað á sömu starfsstöð. Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir að farið verði í greiningarvinnu á húsnæðisþörf og hvaða leiðir væri hægt að fara til að svo megi verða. Horfa þarf til húsnæðis, skólaaksturs og fleiri þátta.

    Bókun fundar Til máls tók Tómas Atli Einarsson.

    Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að fela bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu- og frístundamála að framkvæma umbeðna greiningarvinnu og leggja fyrir fund fræðslu- og frístundanefndar í september 2021.

12.Áningasvæði - Reki og Bót

Málsnúmer 2106024Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Ungmennafélaginu Vísi á Ólafsfirði dags. 3. júní 2021.

Þar sem Fjallabyggð eru afhent svæðin Reka og Bót til eignar og umsjónar.

Lagt fram
Bæjarstjórn þakkar Ungmennafélaginu Vísi fyrir það frumkvæði sem félagið sýndi í þessu máli ásamt og að þakka fyrir framkvæmdina sjálfa. Bæjarstjórn telur að með þessari framkvæmd hafi félagið lagt gott til í því verkefni að halda á lofti sögu Ólafsfjarðar og byggðarinnar í firðinum.

13.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2021

Málsnúmer 2106032Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga var borin upp af forseta:

"Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir að fella niður fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar í júlí og ágúst 2021. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarfrí verður miðvikudaginn 8. september 2021. Bæjarstjórn felur bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála á þessum tíma í samræmi við 32. grein samþykktar um stjórn Fjallabyggðar."

Staðfest
Tillaga að sumarleyfi samþykkt með 7 atkvæðum bæjarstjórnar.

14.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu :

a) Kosning í bæjarráð skv. 46. gr. a-lið samþykktar um stjórn og fundarsköp Fjallabyggðar.
Tillaga kom fram um að aðalmenn í bæjarráði yrðu S. Guðrún Hauksdóttir D - lista sem formaður, Nanna Árnadóttir I- lista varaformaður og Jón Valgeir Baldursson H - lista. Til vara Helga Helgadóttir D-lista, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir I - lista og Helgi Jóhannsson H-lista.

Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

b) Breyting á nefndaskipan hjá D - lista :
Í fræðslu- og frístundanefnd verður Helga Helgadóttir formaður í stað S. Guðrúnar Hauksdóttur. Varamaður verður S. Guðrún Hauksdóttir í stað Maríu Lillýjar Jónsdóttur.

Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.
Staðfest

15.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2106019Vakta málsnúmer

Samþykkt
Niðurstaða bæjarstjórnar færð í trúnaðarbók.

16.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2105068Vakta málsnúmer

Visað til afgreiðslu starfsmanns
Niðurstaða bæjarstjórnar færð í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 19:00.