Málsnúmer 2105011FVakta málsnúmer
Fundargerðin er í 20 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir: 1, 2, 3, 9, 10, 11, 12, 13 og 14.
Enginn tók til máls.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269
Nefndin samþykkir framlagðar breytingar á aðalskipulagstillögunni skv. samantekt um breytingar eftir auglýsingu sem er í heftinu Skipulagsákvæði og landnotkun undir kafla 7.3.
Nefndin hafnar tillögu hafnarstjórnar um útvíkkun hafnarsvæðis en leggur til að við gerð deiliskipulags sem liggur að hafnarsvæðum verði haft samráð við hafnarstjórn og að hún hafi umsagnarrétt við gerð deiliskipulags á þeim svæðum.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032 verði samþykkt og afgreitt í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269
Minjastofnun bendir á að minjavörður þarf að kanna svæðið á vettvangi áður en framkvæmdir hefjast. Ekki reyndist mögulegt að taka svæðið út vegna snjóa á kynningartímanum. Því gerir stofnunin þá kröfu að sett verði inn þau skilyrði í greinargerð deiliskipulagsbreytingarinnar að vettvangskönnun þurfi að fara fram áður en framkvæmdir hefjast, búið er að setja það inn á uppdráttinn.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að einbýlishúsalóðir austan við Bakkabyggð nr. 5 og 8 verði auglýstar til úthlutunar. Hvað varðar annan lið tillögunnar þá er það mál í vinnslu hjá tæknideild. Að síðustu leggur nefndin til við bæjarstjórn að við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022 verði gert ráð fyrir að malbika Bakkabyggð.
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269
Erindi samþykkt.
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269
Erindi samþykkt með fyrirvara um samþykki húsfélagsins við Hvanneyrarbraut 60.
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 269
Nefndin samþykkir að farið verði í eftirtalin verkefni sumarið 2021:
Stigi settur upp á grjótgarð við Hvanneyrarkrók á Siglufirði. Endurnýja gönguleið og dvalarstað meðfram tjörninni í Ólafsfirði. Setja niður tvö útiæfingatæki, eitt í hvort þéttbýli.
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.