Bæjarráð Fjallabyggðar

700. fundur 15. júní 2021 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Helgi Jóhannsson varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Endurnýjun fráveitu í Norðurgötu og Vetrarbraut

Málsnúmer 2106037Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 11.06.2021, þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna endurnýjunar á fráveitulögnum í hluta Norðurgötu og Vetrarbrautar á Siglufirði. Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið: Bás ehf., Árni Helgason ehf., Sölvi Sölvason, Smári ehf., LFS ehf. og Magnús Þorgeirsson.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir lokað útboð vegna endurnýjunar á fráveitulögnum í hluta Norðurgötu og Vetrarbrautar á Siglufirði og felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við vinnuskjal.

2.Forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Málsnúmer 2106028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Aldísar Hafsteinsdóttur formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28.05.2021. Bréf til allra sveitarstjórna vegna þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

Einnig lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 03.06.2021, er varðar aðgerðaráætlun 2021-2025 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti sbr. þingsályktun nr. 37/150 - Hlutverk skólaskrifstofa, skóla og annarra stofnana sveitarfélaga og stuðningur við aðgerðir.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála til frekari kynningar og úrvinnslu.

3.Umsókn um rekstrarleyfi - Tjarnarborg

Málsnúmer 2106030Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 03.06.2021, er varðar umsögn vegna umsóknar Fjallabyggðar kt. 580706-0880, Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði, um rekstrarleyfi skv. lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007, með síðari breytingum. Flokkur III - Umfangsmiklir áfengisveitingastaðir.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Erindi frá Hestamannafélaginu Gnýfara

Málsnúmer 2106026Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hestamannafélagsins Gnýfara, dags. 30.05.2021, er varðar samskipti hestamannafélagsins Gnýfara og sveitarfélagsins varðandi svæði hestamannafélagsins og fleira ásamt fylgigögnum.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar varðandi úrlausn mála er snúa að sveitarfélaginu.

5.Beiðni um listaverk til láns.

Málsnúmer 2106035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 03.06.2021, þar sem óskað er eftir því við bæjarráð að fá til láns, á sömu kjörum og stofnanir sveitarfélagsins, listaverk í eigu Fjallabyggðar til að hengja upp á skrifstofu embættisins á Siglufirði. Um væri að ræða 6-8 verk.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir erindið og felur markaðs- og menningarfulltrúa að gera samning við Sýslumannsembættið um lán á 6- 8 verkum og fyrir það verði greitt eitt lántökugjald skv. reglum eins og það kemur fram í útlánareglum Fjallabyggðar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn breytingu á útlánareglum Listasafns Fjallabyggðar sem felur það í sér að mögulegt sé að lána stofnunum fleiri en eitt verk með einum samningi og einu lántökugjaldi.

6.Starf tæknifulltrúa, afleysing

Málsnúmer 2106036Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 11.06.2021, þar sem fram kemur að engar umsóknir bárust í tímabundna afleysingu í starf tæknifulltrúa frá 1. ágúst nk. til eins árs.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra að auglýsa starfið að nýju.

7.Íþróttamiðstöð Siglufirði, aðstaða fyrir fatlaða

Málsnúmer 2102072Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 2. verkfundargerð vegna verksins Íþróttamiðstöð Siglufirði, aðstaða fyrir fatlaða, dags. 25.05.2021.
Lagt fram

8.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
78. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar dags. 08.06.2021.
100. fundar Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar frá 10.06.2021.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 09:00.